Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 31
I>V Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 31 Kjallari Hvað á að endurskoða? Til stendur að endurskoða stjórnarskrána og ekki vanþörf á. Búið er að skipa eina nefnd stjórn- málamanna og aðra nefnd sér- fræðinga henni til aðstoðar. Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur gert endurskoðun stjórnar- skrárinnar að einu helsta máli sínu og lofað víðtæku samráði við almenning f landinu. í vikunni sem leið hljóp nokkur snuðra á þráðinn þegar deilur spruttu um sldpunar- bréf nefndarinnar, en össur Skarp- héðinsson formaður Samfylking- arinnar taldi að skipunarbréfið þrengdi starf nefndarinnar um of með því að tiltaka ákveðna hluta stjórnarskrárinnar umfram aðra. Ég ætla í sjálfu sér ekki að blanda mér í deilur um hvernig beri að túlka skipunarbréf nefnd- arinnar, en tel að það sé deginum ljósara að ef menn ætla að endur- skoða stjórnarskána á annað borð gangi ekki að einskorða það við ákveðna þætti hennar. Það stoðar lítið að bjóða almenningi upp í dans um stjórnarskrána og bæta síðan við að einungis sum dans- spor megi stíga en ekki önnur. Allt á að vera uppi á borðinu og þá kemur í ljós hvort almenn sátt og ánægja er um þá hluti. Ef allir eru ánægðir þarf varla að hugsa mikið um það og einhenda sér í það sem breyta þarf. Ranglátt kjördæmakerfi Því er haldið fram að nýlega hafi ákveðnir kaflar verið endurskoð- „Ekki er víst að al- menningur geri sér grein fyrirþessu og óskiljanlegt hvernig þingmenn Reykjavík- ur og suð-vestur kjör- dæmis sætta sig við þetta." Geir flgústsson veltir því fyrir sér hvað sé helst þörfá að endurskoða í stjórnar- skránni. aðir og því þurfi ekki að beina sjónum að þeim nú. Það blasir þó við að engin tengsl þurfa að vera á milli þess hversu nýlega ákveðnir kaflar voru endurskoðaðir og hversu ánægt fólk er með niður- stöðu þeirrar vinnu. Enginn hluti stjórnarskrárinnar hefur verið endurskoðaður jafn oft og kaflinn um kjördæmaskipun og skiptingu þingmanna í kjördæmi. Það er þó ljóst að aldrei hefur verið nein sér- stök ánægja með kjördæmakerfið, enda hafa breytingar ætíð verið gerðar til að aðlaga það þjóðfélags- þróun og búsetu eftir á og kerfið orðið úrelt um leið og það var sam- þykkt. í kjördæmakerfið hefur því alla tíð verið innbyggð afar ranglát skipting þingmanna á milli þétt- býlis og dreifbýlis. Áað bíða til 2015? í síðustu kosningum var kosið eftir nýju kerfi, en varla gerir það íbúa Reykjavíkur og suð-vestur kjördæmis sátta við óréttláta kjör- dæmaskipan. Misvægi atkvæða - eða ójafn kosningaréttur eins og við ættum að kalla það - er ennþá verulegt vandamál. Núverandi kerfi er málamiðlun og full ástæða er til að ætla að réttlátari niður- stöðu sé hægt að ná. Verði þessi kafli stjórnarskrárinnar ekki end- urskoðaður nú, er ljóst að ekki verður hægt að kjósa eftir nýju kosningakerfi fyrr en í fyrsta lagi 2015 þar sem samþykkja þarf allar breytingar tvisvar með kosningum á milli. Ekki er víst að almenningur geri sér grein fyrir þessu og óskilj- anlegt hvernig þingmenn Reykja- víkur og suð-vestur kjördæmis sætta sig við þetta. Kjördæmakerfið er stærsta málið Halldór Ásgrímsson er þing- maður Reykvíkinga, en var um ára- bil þingmaður fyrir Austfirði. Nú verður að koma í ljós hvort hann tekur þetta nýja hlutverk sitt alvar- lega, eða hvort hann er ennþá með hugann við austfirsk viðhorf til kjördæmamálsins. Neiti Halldór að endurskoða kjördæmakerfið er hann að segja að almenningur sé sáttari við það en aðra kafla stjórn- arskrárinnar eða þá að kjördæma- skipunin sé minna vandamál og því ekki jafn brýnt úrlausnarefni og önnur. Gaman væri að sjá ein- hverja heildstæða röksemdafærslu fýrir skoðunum af þessu taginu. Ég held þvert á móti að kjördæma- skipunin sé stærsti gallinn á stjórnarskránni og sá hluti hennar sem mest óánægja sé með. Þar af leiðandi er hún sá hluti stjórnar- skrárinnar sem brýnast er að end- urskoða og nefndin ætti að ræða fyrst. Fatafár borgarstjóri Dagbjörthríngdi ,Á mínum vinnustað höfum við verið að velta því talsvert fyrir okkur hvort að nýi borgarstjórinn okkar, hún Steinunn Valdís, eigi eitthvað lítið af fötum í fataskápnum sínum. Okkur Lesendur finnst sem hún komi alltaf ffam í sama köflótta jakkanum og höfum því verið að hugsa hvort hún þurfi ekki að kaupa sér fleiri föt. Við munum nú öll eftir því þegar Guðrún Helgadóttir var forsetí Alþingis, er það ekki? Þessi jakki Steinunnar er svo sem ágætur en hann hefur nú þegar birst í nokkrum fréttatímum á báðum stöðvum og margsinnis í öllum dag- blöðunum þremur. Það má svo sem vel vera að tilviljun ráði hér ferðinni en engu að síður vorum við nokkrar héma á mínum vinnustað sem tók- um eftír þessu. Ég efast ekki um að Steinunn Valdís eigi mikið af fallegum fötum og nú vona ég bara að hún fari Borgarstjóri f umræddum jakka. að mæta í einhverju öðm en þessum köflótta jakka þegar myndavélamar em nærri.“ Allt sem þú leitaðir að Lesandi hríngdi „Gætuð þið á DV ekki vinsam- legast komið dálitlum skila- boðum áleiðis fyrir mig til stjórn- enda 10-11 f verslanna? Þannig er að síð-i ustu mánuðina 1 hefur verið tekin j upp sú stefna í þessum búðumj að láta afgreiðslufólkið á kössun- um spyrja alla viðskiptavini hvort þeir hafi fundið allt sem þeir voru að leita að. Sjálf- um finnst mér það orðið frekar þreytandi að þurfa taka þátt í einhverjum hringborðsum- ræðum um vöruúrval í hvert skipti sem ég fer út í búð. Það væri gott ef hægt væri að láta af þessari áreitni sem mér finnst þetta vera. Alþingi Er stjórnarandstaðan siðblind, lémagna og vita uppgefin ihlutverki sinu, spyr Einar Sigússon. Alvarleg fyrirspurn til stjórnmálamanna Einar Sigfússon skrifar Getur það virkilega verið mein- ingin að bjóða þjóðinni upp á það að margdæmdir mannréttindaaf- brotamenn, siðleysingjar og fjár- Lesendur glæframenn úr ríkisstjórninni eigi að fá að sitja í stjórnarskrárnefnd og að formaður hennar eigi að vera heilbrigðisráðherrann; sá svívirði- legasti þeirra allra fyrir þátttöku sína og ábyrgð á níðherferð á hend- ur sjúklingum??? Getur það verið að stjómarand- staðan sé svo siðblind, lémagna og vita uppgefin í hlutverki sínu að hún sjái ekki að slíkt er ekki við hæfi að taka þátt í samstarfi og fyrirfram vit- uðu svínaríi þessara manna þarna eins og reynst hefur alls staðar ann- ars staðar, í svo veigamikilli nefnd fyrir hagsmuni allrar þjóðarinnar. Óþokkaskapur þeirra verður ekki stöðvaður þar frekar en annars stað- ar og nefndarstörfin bara leysast upp án árangurs þegar miklum íjármun- um fátæks almennings hefúr verið ausið enn eina ferðina, í enn eina vit- leysuna sem ég tel að eigi sér engin takmörk eða endamörk á Alþingi. Með gagnstæðri virðingu!!! Einar Sigfiísson. með Kristjáni Guy Burgess kgb@dv.h • Fjármálaeftirlit Páls Gunnars Páls- sonar hefur, eftir því sem okkur er sagt, verið iðið við kolann upp á síðkastíð. Það heftir meðal annars verið að gera Lands- bankanum erfitt fyr- ir og skoðað inni á kontór. Það frétt- ist af Fjármálaeftírlitsmönnum á skrifstofum bankans og síðan var okkur sagt frá stórri ferð til Lúxem- borgar þar sem meðal annars var verið var að kanna eignatengsl milli Burðaráss og Landsbankans og hverjir séu raunverulegir eigendur hlutabréfa sem landsbankinn í Lúx- emborg fer með fyrir hönd óþekktra aðila... • Nú virðast tvö Baugsmál vera til rannsóknar hjá lögreglunni. Það mál sem nýlega er komið frá Skatt- rannsóknarstjóra og Ríkisskattstjóra spratt út úr rannsókninni gömlu eftir hús- leitina hjá Baugi haustið 2002 og er komið aftur inn í hús hjá Ríkis- lögreglustjóra. Þar mun vera farið með það mál aðskilið hinu málinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr lögreglurannsókninni, fyrir utan það að eftir á að koma í ljós hversu mik- ið einstakir stjórnendur Baugs og Hagkaupa eiga að borga í skatt eftír endurálagningu Ríkisskattstjóra... ------------ BAÚGUR OROUP • Nú fer brátt af stað aftur umræð- an um söluna á Landssímanum. í því ferli leggja þeir á ráðin ungu menn- irnir Orri Hauksson og Dlugi Gunnars- son. Illugi er kom- inn í einkavæðingar- nefhd sem fulltrúi Sj álfstæðisflokksins en Orri, sem einnig hefur verið að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar, er þró- unarstjóri hjá Sím- anum. Nú þarf að finna kaupendur en á meðal þess sem slúðrað er, er að Björgólfur Thor Björgólfsson sé að sannfæra menn um að hann eigi að fá að kaupa Símann á góðu verði... • Aðrir sem talað hefur verið um að vilji kaupa Símann eru hópur manna í tengslum við KB banka. Þannig hefur bank- inn reynt að koma saman hópi í sam- starfi við Bakka- bræðurna, Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Finn Ingólfeson í VÍS, Ólaf Ólafsson í Esso og Samskipum og fleiri íjárfesta sem hafa áhuga á að eignast Símann. Áður en Síminn verður seldur, verða Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn að semja um skil- yrði, kaupverð og hverjir fái að kaupa... • Það sem margir velta fyrir sér þessa dagana, er hver sé munurinn á diet kóki og kóki light. Það eiga því einhveijir eftír að vera í því að at- huga muninn. Annað sem fólk spáir í, er hvort báðir drykkirnir verði til sölu á sama tíma. Okkur er nú sagt að diet kók eigi eftir að hverfa hljóð- lega út af markaðinum og kók light taki yfir. Það fer því hver að verða síðastur að fá sér diet kók...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.