Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 Fréttir DV Tvífestist í sama skafli Tvívegis þurfti að kalla til bjögunarsveit til að aðstoða ökumenn á þjóðveginum á milli Hvammstanga og Víði- hlíðar aðfaramótt sunnu- dags. Lögreglan á Blönduósi kailaði bjögunarsveitina Káraborg um klukkan tvö aðfararnótt sunnudags þar sem vegfarandi hafði fest bíl sinn í skafli. Annað kall kom svo um þremur tímum síðar þegar annar vegfarandi festi sig í sama skafli. Greiðlega gekk að koma fólkinu til hjálpar. Vegaféverði tryggtáfram Bæjarstjóm Garða- bæjar viil að tryggt verði að fé sem ætlað hefur verið til breikk- unar Reykjanesbrautar og hljóðvama verði áfram til reiðu þótt tafir hafi orðið á fram- kvæmdinn. Tafimar em vegna þess að Garðabæing- ar neituðu Vegagerðinni um að leggja brautina í gegnum bæinn á þann hátt sem stofhunin vildi. Garðabær leggur ríka áherslu á að við endurmatið verði náið sam- ráð haft við íbúa sem búa næst brautinni. Klámbúlla eða skemmtistaður Inni á heimasíðu skemmtistaðarins De Palace í Hafnarstræti má sjá heldur óvenju- legar myndir af viðskiptavinum stað- arins. Þetta er einn umtalaðasti skemmti- staður Reykjavíkurborgar í dag. Um hverja helgi em teknar myndir af gestum staðarins. Á myndunum hefur fólk greinilega ekkert að fela og lætur ljósmyndara ekki trufla sig þegar það fækkar fötxmum þar til það er orðið berbrjósta og jafn- vel með beran bossann. Má varla sjá mun á því hvort um er að ræða klámsíðu eða heimasíðu. Myrkrahöföinginn fjóra sunnudaga Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri. „Nei, ég held að það sé alveg útilokað ég sitji yfir Myrkra- höfðingjanum fjögursunnu- dagskvöld í röð." Hann segir / Hún segir „Ég sd myndina á sínum tíma og hafði gaman af. Þaö er ekki ólíklegt að ég horfi á Myrkra- höfðingjann afturenda hefég alltaf hrifist afmyndunum hans Hrafns." Unnur Steinsson verslunareigandi. Ellefu manns týndu lífi í Danmörku og Svíþjóð í miklu óveðri sem skall á um helg- ina. Tvær manneskjur týndu lífi er þær urðu fyrir fljúgandi húsþökum. Sigríður Richards, sem býr i Kaupmannahöfn, segir að ekki hafi verið stætt á götum borgarinnar þegar verstu hviðurnar gengu yfir. Stórhölöaveöur geisaði á götum Kaupmannahafnar F.llefu manns týndu lífi í Danmörku og Svíþjóð er mikið óveður skall þar á um helgina. Tvær manneskjur týndu lffinu í Danmörku er það varð fyrir fljúgandi húsþökum og tvennt dó er tré fuku á bif- reiðar þeirra með um 170 kílómetra hraða. Sjö fórust í Svíþjóð. Mikið tjón Mikið tjón varð í óveðrinu og umferð trufiaðist víða. „Það var engin um- ferð á götum borgar- innar á þessum tima fyrir utan lögreglu- og sjúkrabila sem æddu um með blikkandi Ijósum og sirenum," brúnni lokað um miðjan dag á laugardag en um leið mynduðust biðraðir bifreiða sitt hvoru megin við brúnna. Þurfti að fara út Sigríður segir að hún hafi sjálf þurft að fara út að versla um miðj- an dag á laugardag en gat lagt bíl sínum í bflakjallara. „Það var engin umferð á götum borgarinnar á þessum tíma fyrir utan lögreglu- og sjúkrabfla sem æddu um með blikkandi ljós og sírenur," segir Sigríður. „Þetta er talið eitthvert mest óveður hér í langan tíma og ljóst að tjón vegna þess er gífurlegt. Ég held að mesta tjónið hafi orðið í strandbæjunum á Jótlandi enda fylltust þar allir kjallarar húsa af sjó.“ Áhrifvíða Hin djúpa lægð yflr Skagerrak hafi áhrif víðar en í framangreind- um löndum. Þannig bárust fregnir af vandræðum vegna þess einnig frá Bretlandi og Finnlandi. Lægðin gekk svo að mestu niður á aðfar- arnótt sunnudagsins og á sunnu- dagsmorguninn. Um miðjan dag í gær var fólk í Skive og Lögstör farið að flytja aftur inn á heimili sín. Sigríður Richards, sem bý á Amager í Kaupmannahöfn, segir að ekki hafi verið stætt á götum borg- arinnar í verstu hviðunum á laug- ardag. „Þetta var eins og versta Stór- höfðaveður sem geisaði á götum Kaupmannahafnar," segir Sigríður Oveðrið var að mestu Óveðrið stafaði af djúpri lægð yfir Skagerrak og náði til Danmerkur, suðurodda Noregs og Svíþjóðar. Fóru ekki eftir aðvörunum Veðurofsinn olli miklu eigna- tjóni og truflaði umferð járnbrauta og bifreiða í Danmörku, Noregi, og Svíþjóð. Þök fuku af húsum og tré rifnuðu upp með rótum. Mik- ill sjór flæddi um götur strandbæjanna Skive og Lögstör á Jótíandi og þurfti að rýma hund- ruðir heimila á þeim slóðum. Þá fór raf- magn af um 60.000 heimilum í Dan- mörku og tæplega 400.000 heimilum í Svíþjóð. Sigríður segir að allan laug- ardaginn hafi fólk stöðugt verið varað við að vera á ferli en að margir hafi greinilega haft þær aðvaran- ir að engu. Þannig var Stóru- beltis- gengið niður um miðjan dag í gær en Sigríður segir að á þeim tíma hafi þó enn verið allhvasst í borg- uu. Sigríður Richards „Það var eng- in umferð á götum borgarinnar á þessum tíma fyrir utan iögreglu- og sjúkrabíla sem æddu um með blikkandi Ijós og sírenur," Kate Winslet hefur bæst í hóp þekktra kvikmyndastjarna sem heimsækja ísland Kate Winslet á Rex um helgina „Já, ég get staðfest að hún var hérna," segir Sverrir Rafnsson, eig- andi skemmtistaðarins Rex. Þar á Sverrir við stórstjörnuna Kate Winslet sem kom til íslands fyrir helgi, að því er sagt er, í fýlgd vinar síns - íslensks leikara sem býr í London. Sjálfur neitar hann því. Þar með bætist Kate Winslet í ört vaxandi hóp frægs fólks sem gerir ísland að áfangastað sínum. Skemmst er að minnast heimsóknar Kiefers Sutherland, en hann kom ís- landi á kortið með opinskárri um- ræðu um flugeldanotkun ungs fólks í þætti Davids Letterman. Svo hefur Harrison Ford skapað sér nafn sem mikill íslandsvinur. DVhafði samband við 101 Hótel í Reykjavík þar sem stjörnurnar Úr myndinni Titanic Kate Winsletsló I gegn istórmyndinni Titanic. gista vanalega á en engar upp- lýsingar fengust um vera Kate. „Við gefum engar upplýsingar um viðskiptavini okkar,“ sagði Sólveig Hákonardóttir móttökustjóri hótelsins og hvorki neitaði né játaði að Kate Winslet hefði dvalið þar. Sverrir Rafnsson segir það mik- inn heiður fyrir stað eins og Rex að stjörnurnar skuli leita þangað. „Ég veit ekki hvað þetta er. Við reynum að halda klassísku útliti á staðnum og vöndum alla þjónustu. Ætíi það skipti ekki mestu máli,“ segir Sverr- ir en bætir við að erfitt sé að tjá sig náið um hvað stjörnurnar geri inn á staðnum. Trúnaður sé eitthvað sem verði að halda í heiðri. Samkvæmt heimildum DV yfir- gaf Kate Winslet landið í gær. Hún á sér fjölmarga aðdáendur hér á landi og var orðrómurinn um veru henn- ar hér fljótur að breiðast út. Kvikmyndin Titanic sem skapaði frægð Kate Winslet er ein vinsælasta mynd sem sýnd hefur verið hér á landi. Þar vakti Kate sérstaka athygli með djörfum nektaratriðum en síðustu ár hafa fréttar af nektarfikn hennar verið tíðar. Kate Winslet VaráRexá föstudagskvöld Einn við- mælandi blaðsins sem sá Kate á djamminu sagði að hún hefði verið stór- glæsileg þar sem hún baðaði sig í frægðinni á skemmtí- stöðum Reykjavík- urborgar. Enda ofur- stjarna af bestu gerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.