Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 Menning DV Sagnfræðingar fara á kreik Valdbeiting og þjóðríki 'A nýja árinu heldur Sagnfræöingafé- lagiö áfram fróðlegum hádegisfund- um sfnum í Norræna húsinu. Fyrsti há- degisfundurinn veröur þriðjudaginn I l.janúar og hefst kl. 12.05. Aö þessu sinni flytur Erlingur Erlingsson sagn- fræöingur erindi sem hann nefnir: Þjóörfkið og valdbeiting. Hernaöur frá Clausewitz til Creveld. Eru átök samtímans á elnhvern hátt frábrugðin strfðum fortíðar og er ástæða tilþess aö óttast að I framtið- inni ráði ringulreið og óstööugleiki rfkj- um í kjölfarþess að : þjóðríkin missa ein- okun sfna á valdbeit- ingu eins og breski diplómatinn Robin Cooper hefur varað viö? I erindinu verður fjallað um kenning- ar Clausewitz um eðli hernaðar og hvernig þær eru oftar en ekki mótandi þegar kemur aö sýn leiötoga nútímans á eðli valdbeitingar þjóðríkja. Virtir sagnfræðingar á borö við John Keegan og Martin van Crevela hafa haldið því fram að kenningar hans séu að mörgu leyti úrelt- ar vegna þess hve heimurinn er breytt- uráþeim tæplega tveim öldum slðan hann reit meistaraverk sitt„Um Strfð". Gagnrýni þessara tveggja fræðimanna veröurskoðuö og vægi hennarmetið. Ljóst er aö hernaöur nútimans ein- skorðast ekki við átök milli þjóðríkja eins og verið hefur undanfarnar aldir og því er tilefni til þess að velta því fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar þróun- ar kunna að vera og hvort hún er ein- ungis tfmabundin. Ljóst er þó að þjóö- ríkin hafa ekki þróað hugmyndir sínar um, og verkfæri, til valdbeitingar sam- fara þessari grundvallarbreytingu á átökum og valdajafnvægi I heiminum. Öllum hugmyndum um tfttnefnd „endaloksögunnar"verðurþó hafnað og þess ístað verður rætt um hver þró- un á sviði átaka og valdbeitingar þjóö- rlkja kann aö verða I framtíöinni. Presley varð sjötugur á laugardaginn. Það var lítið um veisluhöld, fáir mættu í afmælið. Eiríkur Guð- mundsson og Björgvin Halldórsson héldust í hendur á milli miðla og játuðu kónginum ást sína og aðdáun eins og þessi raddfagri sendiferðabílstjóri hefur verið nefndur um nokkurt skeið. Flestir miðlar á vestur- löndum minntust Elvis Aaron Presley með viðeigandi hætti: minningargreinar um hann birtust víða þar sem ferill mjaðmahnykkjarans var rakinn. Þegar Sáttmálasjóður, skaða- bótasjóður Dana til íslendinga fyrir margra alda arðrán, sem hefur lengst af verið í vörslu Háskóla ís- lands , ákvað að fjárfesta í framtíð- inni var teiknað feikistórt sam- komuhús á Melunum þar sem birgðabraggar ameríska hersins höfðu staðið í þéttri braggabyggð frá stríðsárunum. Háskólabíó Þetta var feikistór braggi, fannst manni þá og húsið sem reis var stærsta samkomuhús í Norður- Atlantshafl. Á næsta áratug var þetta ágæta bíó helsti viðverustaður manns þegar kvikmyndir voru sótt- ar. Ferðir í bæinn voru hættuspil vestan af Grímstaðaholti, raðirnar og æsingurinn fyrir utan bíóin í Kvosinni var svo mikill, að ekki sé minnst á harkið framan við Austur- bæjarbíó um amerísku hasarblöðin. Háskólabíói réði samhent stjórn akademískra bisnessmanna með meirapróf í viðskiptum, sósíalde- mókratar með skýra menntastefhu: framboð mynda í Háskólabíói varð hreint samansafn af amerísku drasli. Iðnaðarvara frá Hollywood átti þar greiðastan aðgang að tjaldinu: á ár- unum milli 1962 til 1968 var maður ísálufélagi með þeim Jerry Lewis og Elvis Presley sem voru helsta að- dráttaraflið fyrir börn á Högum og Melum, eða öllu heldur það eina sem háskólamennirnir sáu ástæðu til að bjóða uppá í musteri sínu við Hagatorg. Elvis kemur úr hernum Þeir eru til sem segja að niður- Iæging dægurlagasöngvarans og sjarmatröllsins frá Memphis hafi þá fyrst hafist þegar hann slapp frá her- þjónustu sinni í Þýskalandi og frægðarferill hans í Hollywood- myndunum hófst. Það er ekki að öllu leyti rétt. Elvis var dæmigerður fýrir lágkúrulegan og væminn skran- stílinn sem setti svip sinn á mest allt í amerískri alþýðulist á þessum ára- tug. Þó honum tækist að ná ein- hverri miðju í sölu á plötum og leik í kvikmyndum fyrir sína frægu herkvaðningu, þær voru jú fjórar og rétt eins slæmar og það sem síðar kom, var hann fyrst og fremst út- varpsstjarna: frá þessum árum á Melunum voru hittarar hans Are you lonesome tonight og It’s now or never. Gamla rock og kántrí dótið heyrðist ekki á Gufunni. Graceland. Lyfjaneysla hans var farin að aukast og sá lífstÍQl sem hann hafði valið sér átti eftir að draga hann til dauða. an, ýmist fengin með meiki eða sólböðum. Aftur- ganga hans er að því leyti svo máttug að hann er á rölti í mörgum kópíum hér á götunum í svardituðum sól- dýrkendum. Rúnturinn Hann lifði á fornri frægð. Hann var sjálf- ur um- kringdur sníkjudýr- i um frá bernskuárum sínum, var þegar far- inn að temja sér æði skraudegt einkalíf þar sem hann fór um með flokk kóna á enda- lausum rúnti um Hollywood eða Memphis. Pikk- aði upp smá- stelpur undir lögaldri sem ærsluðust með honum í íburðar- miklum verels- um á Sjónvarpsstjarna Elvis fékk sitt seinna breik þegar hann var ráðinn 1968 til að gera sjón- varpsþátt fyrir NBC og lenti í hönd- unum á pródúsent sem sagði honum til og fékk að ráða. Spesjallinn færði hann aftur f framhnu skemmtikrafta vestanhafs en í stað þess að leita til konsertahalla sem voru reyndar afar vanþróaðar til hljómleikahalds um þær mundir, fór Elvis til Las Vegas og skemmtí þar á næstu árum. Hann gaf út hljómplötur jöfnum höndum: minnistæð er From Memphis to Vegas/Vegas to Memphis frá 1971, tvöföld plata sem sýndi hvílíka breidd hann hafði sem flytjandi. Svefngengill En það var eins og h'f hans væri orðin ein samfelld nótt þar sem hann röltí um Graceland og át ógeðs- legar máltíðir milli þess sem hann svaf og át lyf öllum stundum. Fræg er myndin af honum þegar Richard Nixon skipaði hann sér- stakan baráttumann gegn eiturlyfjum, þá var kóngurinn svokallaði orðinn lyfjadópisti af verstu gerð. Hann afmynd- aðist af spiki og undir það síðasta var hann orðinn sorgleg eftir- mynd síns fyrra sjálfs. Aflcöstín í hljóðritunum voru ótrúleg og lagavalið var breitt: minnisstæð er tvítekin hljóðritun á Don't think twice eftir Dylan sem gaf góða hug- mynd Og í vitund manns eru ýmsar aðrar poppstjörnur skærari: man einhver lengur þann mikla hitatíma þegar Summer Holiday, kvikmynd Cliff Richards, fór hér um og stelp- urnar grétu yfir bólugröfnum jafh- aldra sínum. Þá var Elvis orðinn gamall. Formúlan Kvikmyndirnar voru líka af öðrum heimi: Blue Hawai, Girls! Girls! Girls!, Kissin Cousins og Roustabout. Á sjöunda áratugnum lék hann í fjórtán bíómyndum sem var formúlukennd ffamleiðsla með innskotsnúmerum af sönglögum, bílasenum, slagsmálaatriðum (einn á móti öllum), undarlegu sambandi við stúlkur sem pexuðu við hann og alltaf var eldri kona á svæðinu sem skildi þennan mótþróadreng svo vel. Það voru langar kossasenur sem enduðu alltaf í einhverri móðu. Litað svart hár Sannleikurinn var sá að pilturinn frá Vegas var ekki í neinum vand- ræðum með konur eða annað. Hann var moldríkur, vinnusamur streðari sem naut því miður handleiðslu miðaldra gangsters úr kántríbrans- anum og reyndist ekki sjálfur hafa verulega mikið skyn á hvað var að gerast. Hann hafði reyndar snemma skilið sig frá öðrum söngvurum Am- eríku með því að taka upp latínó- stílinn: litaði hár sitt svart og hélt þeim sið allt til dauða, Þá var hluti af ímynd hans dökk sólarlampabrúnk- um vinnutækni hans, hvert lag spilað nokkrum sinnum þar til alhr voru ánægðir. Þúsundlög Útgefandi verka hans, RCA Victor, hefur haldist ákaflega illa á útgáfú að honum látnum: lagasafn hans og út- gáfur á því í ýmsum útgáfúm skipta hundruðum, upptökur hans eru lík- lega í þúsundum. Svo var það furðulega að þegar hann dó þá dó hann ekki, fór bara huldu höfði, fekk loksins friðinn langþráða: einkalífið sem allir töldu honum svo kært og hann hafði þráð svo lengi. Orðstírinn tók á sig nýjan svip, meðan sannleikurinn var sá að hann þekkti ekki annað líf en stjöm- unnar sem hafði fært hann inn í óraunverulega heim blekkinga og svima. Þar sat hann bara eftir greyið og bara dó á endanum af ofneyslu af ýmsu tagi. Kóngurinn Hann var nefnilega aldrei kóng- ur, ekki einu sinni svínahirðir sem reið til borgarinnar á geit og heimtaði kóngsdótturina. Hann hafði ekkert til þess. Það er máski þess vegna sem saga hans er svo tragísk. Þess vegna urðu allir fegnir þeg- ar hann í frægu myndskeiði frá ein- um af sínum síðustu konsertum í Las Vegas, mundi ekki talkaflann fræga í Love me tender. Allt í einu stóð hann frammi fyrir áhorfend- um sínum grímulaus, hló með sjálf- um sér yfir vellunni sem hann hafði haft svo oft yfir og bullaði eitthvað babl brosandi. Skyndilega var hann einlægur með áheyrendum sínum. Áhugasamir geta lagst yfir netið og dregið þar saman álitíegar útgáf- ur þar sem verkum hans er safnað saman í samstæður frá ólíkum tím- um. Þeir eru til sem fullyrða að langar vinnutarnir hans síðustu árin hafi skilað verki sem hver einn gæti verið fullsæmdur af sem lífs- starfi. Sá gerviheimur sem hann þurfti að lifa við alla tíð reyndist mörgum' skeinuhættur sem fyrirmynd: nægir þar að nefna Lennon og Jackson sem liðu ekki ósvipuð örlög. Hann varð dæmi um mann sem læstist inn í framanum og tapaði öllum tengslum við viðskiptamenn sína - almenning. Kóngur á svörtum brunamel í Hawai-skyrtu. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.