Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 66
REIKISTJORNURNAR 1994
Teikningin á næstu síðu sýnir hvenær björtustu reikistjörnurnar eru
í hásuðri að sönnum sóltíma árið 1994. Sólin er alltaf í hásuðri kl. 12
að sönnum sóltíma hvar sem er á landinu og ferill hennar fylgir þy1
jaðri myndarinnar (hægri eða vinstri jaðrinum sem báðir eru merktir
með „12“ og eru í rauninni sama línan). A myndinni kemur fram
hvaða afstöðu reikistjörnurnar hafa hver til annarrar á himinhvolfinu
og hvar þær eru miðað við sól. Þegar stjörnur eru vinstra megin a
myndinni eru þær á morgunhimni en þegar þær eru hægra megin eru
þær á kvöldhimni. Á myndina hafa verið dregnar línur til að gefa vís-
bendingu um hvenær auðveldast sé að sjá reikistjörnurnar. Er það a
þeim tveimur svæðum sem merkt eru „dimmt“ á myndinni. Á svæðinu
sem merkt er „bjart" eru reikistjörnumar annaðhvort mjög nærri sól
(innan við 45 mínútur í stjörnulengd) eða þær koma ekki upp 1
Reykjavík meðan dimmt er. Ef markalína svæðanna er sýnd sem brot-
in lína merkir það að einhver reikistjarnanna sést betur eða verr en
ætla mætti af afstöðu hennar til línunnar.
Ef við viljum t.d. vita hvaða reikistjörnur muni sjást í janúarmánuð1
lítum við á þann reit sem liggur þvert yfir kortið og afmarkast af stöf-
unum JAN til hægri og vinstri. Þá sjáum við að lengst til hægri, þ.e- a
kvöldhimninum næst sól, eru Merkúríus og Satúrnus. Framan af mán-
uðinum er Merkúríus þó á því svæði sem merkt er „bjart“ og sést þvl
ekki. Venus gægist þarna líka fram, en er of nærri sólu til að sjást.
Lengra til vinstri, á morgunhimni, er Júpíter. Lengst til vinstri eru
Venus (í byrjun mánaðar) og Mars en hvorug þeirra er sýnileg vegna
birtu. Við jaðar myndarinnar erum við aftur komin að sól.
Á eftir hverjum mánuði í dagatalinu (á bls. 7, 11 o.s.frv.) eru töflþr
sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja björtustu reik1-
stjörnurnar. Skýringar við töflur þessar er að finna á bls. 3.1 töflunurn
er hæð yfir sjóndeildarhring tilgreind í gráðum sem reiknast frá 0 vw
sjónbaug upp í 90 í hvirfilpunkti. Ef reglustiku er haldið lóðrétt í ut-
réttri hendi svarar hver sentimetri nokkurn veginn til einnar gráðu a
himninum.
Þótt fyrrnefndar töflur miðist við Reykjavík má yfirleitt nota þ*r
annars staðar á landinu án mikillar skekkju. Tölurnar sem sýna hve-
nær reikistjörnurnar eru í hásuðri verður þó að leiðrétta um 4 mínútur
fyrir hverja gráðu sem munar á lengd staðarins og lengd Reykjavíkur
(bæta við ef staðurinn er vestar en Reykjavík en draga frá ef hann er
austar).
Til frekari glöggvunar fer hér á eftir mánaðarlegt yfirlit um stóo
þessara björtustu reikistjarna eins og þær munu sjást frá íslandi a ar-
inu 1994. Stjörnurnar eru (talið frá sól): Merkúríus, Venus, Mars, Jup'
íter og Satúrnus. Á eftir þessu yfirliti er svo fjallað sérstaklega um h,n
ar daufari reikistjörnur sem eru lengra frá sól: Úranus, Neptúnus og
Plútó.
(64)