Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 70
verður áberandi síðari hluta nætur. Hann er í ljónsmerki og reikar til
austurs, skammt norðan (ofan) við stjörnuna Regúlus (sbr. bls. 51).
Venus kemur upp snemma morguns og verður auðþekkt sem bjart-
asta stjarnan á morgunhimninum. Pegar líður á mánuðinn fer Júpíter
einnig að sjást sem morgunstjarna en hann kemur seinna upp og verð-
ur lágt á lofti í suð-suðaustri fyrir birtingu.
Úranus er í bogmannsmerki, syðst í sólbrautinni, og kemst ekki
hærra en 5° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík. Þegar þar við bætist að
Uranus er í gagnstöðu við sól um hásumarið (17. júlí) verður að telja
ólíklegt að hann sjáist frá íslandi þetta árið. Birtustig hans er um +5,7
svo að hann myndi sjást með berum augum við góð skilyrði.
Neptúnus er í einnig í bogmannsmerki, nálægt Úranusi. Birtustig
Neptúnusar er um +8,0 svo að hann sést aldrei án sjónauka, og þar
sem hann er svo lágt á lofti verður nær ógerningur að sjá hann.
Plútó er við norðurmörk vogarmerkis, nálægt mótum þess og högg-
ormsmerkis. Birtustig hans er um +13,7 svo að hann sést einungis í
stjörnusjónauka. Árið 1979 gekk Plútó inn fyrir braut Neptúnusar og
fram til 1999 verður hann nær sól en Neptúnus.
BIRTUFLOKKUN STJARNA
Þeim stjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu skipt i
sex flokka eftir birtu. Björtustu stjörnurnar töldust í 1. flokki en þ*r
daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi hugmynd lögð til grundvallar
en birtustigin skilgreind með nákvæmni eftir mældum Ijósstyrk. 1-
stigs stjarna er sem næst 2,5 sinnum bjartari en 2. stigs stjarna, sem er
aftur 2,5 sinnum bjartari en 3. stigs stjarna o.s.frv. Til að tákna milli-
stig eru notaðar brotatölur, t.d. 1,5 eða 2,7. Samræmis vegna hefur
orðið að gefa nokkrum björtustu stjömunum stigatölur sem eru lægn
en 1, jafnvel lægri en 0 (mínusstig). Hærri stigatölur en 6 eru hins veg-
ar notaðar þegar stjörnurnar eru svo daufar að þær sjást aðeins í sjón-
auka.
Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er u.þ.b. þessi:
Birtustig -1012 3 4 5 6
Fjöldi stjama: 2 7 13 71 190 620 2000 5600
Þarna er miðað við að 6. flokkur, til dæmis, nái yfir þær stjömur
sem eru á birtustigi frá 5,5 til 6,5. Ef við reiknum með að mannsaugað
geti greint allar stjörnur í flokkunum —1 til 6 við góð skilyrði, ættu þv'
samtals um 8500 stjörnur að vera sýnilegar með berum augum, þar at
helmingur á því hveli himins sem athugandinn sér á hverjum tíma-
(68)