Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 71
Ekki má líta á þessa tölu sem hámark því að þess eru dæmi að fólk
með afburðasjón hafi greint stjörnur á 7. og jafnvel 8. birtustigi.
Þegar birtustig stjörnu er tilgreint, er ávallt miðað við að stjarnan sé
beint yfir athugandanum. Ef stjarnan er nær sjóndeildarhring fer ljós-
ið lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar og deyfist því meira. Lækkar
þetta talsvert tölu þeirra stjarna sem sýnilegar eru á tilteknum stað og
stundu. Ljósdeyfingin er allbreytileg en við bestu skilyrði nemur hún
0,1 birtustigi þegar stjarnan er í 45° hæð, 1 stigi við 10° hæð, 2 stigum
við 4° hæð, 3 stigum við 2° hæð, 4 stigum við 1° hæð og 6 stigum við
sjónbaug.
MYRKVAR JÚPÍTERSTUNGLA 1994
Taflan hér að neðan sýnir hvenær tunglin Jó (I), Evrópa (II) og
Ganýmedes (III) myrkvast í skugga Júpíters. Fjórða stóra tunglið,
Kallistó, myrkvast ekki á þessu ári. Aðeins eru taldir þeir myrkvar sem
verða þegar dimmt er í Reykjavík og Júpíter yfir sjónbaug. Tunglin
hýerfa (h) eða birtast (b) vestan megin við Júpíter fram til 30. aprfl,
siðan austan megin til 17. nóvember en svo aftur vestan megin til árs-
loka.
Oags.
1.1.
3.1.
10.1.
10.1.
17.1.
17.1.
19.1.
26.1.
26.1.
26.1.
Kl. Dags. Kl. Dags. Kl. Dags. Kl.
09 11 II h 2.2. 07 50 I h 27.2. 02 24 I h 7.4. 00 47 I h
05 50 I h 2.2. 08 51 II h 27.2. 05 56 II h 14.4. 02 40 I h
06 33 III b 11.2. 04 10 I h 6.3. 04 17 I h 18.4. 00 04 II h
07 43 I h 13.2. 03 07 II b 13.3. 06 10 I h 21.4. 04 34 I h
08 14 III h 18.2. 06 03 I h 22.3. 02 32 I h 25.4. 02 40 II h
09 36 I h 20.2. 03 20 II h 24.3. 03 00 II h 30.4. 00 56 I h
06 02 II b 20.2. 05 43 II b 29.3. 04 25 I h 30.4. 03 06 I b
05 57 I h 22.2. 04 01 III h 30.3. 01 58 III b 12.5. 01 44 III b
06 15 II h 22.2. 06 13 III b 31.3. 05 35 II h 16.5. 01 23 I b
08 38 II b 25.2. 07 56 I h 6.4. 03 46 III h 27.12. 09 06 III b
HRINGAR SATÚRNUSAR 1994
. Hringarnir snúa nú norðurhlið að jörðu. Halli hringflatarins frá
Jörðu séð verður 12°—7° á þessu ári og fer minnkandi. Hallinn er
breytilegur frá 27° eða þar um bil þegar hringarnir sjást best, niður í 0°
Þegar þeir sjást á rönd. Það gerðist síðast árið 1980 og fór hallinn síð-
on vaxandi fram til 1987 að hámarki var náð. Næsta lágmark verður
arið 1995. Breytingin úr lágmarki í hámark (eða úr hámarki í lág-
niark) tekur rúmlega 7 ár, þ.e. fjórðung af umferðartíma Satúrnusar
um sólu.
(69)