Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 89
1 stjörnudagur = snúningstími jarðar miðað við stjörnuhimininn (nán-
ar tiltekið vorpunkt himins) = 23 st. 56 mín. 4,1 sek.
1 hvarfár (árstíðaár) = tíminn milli sólhvarfa = 365,242 20 dagar.
1 stjörnuár = umferðartími jarðar um sólu miðað við fastastjörnur =
365,256 36 dagar.
1 almanaksár (gregoríanskt) = 365,2425 dagar (að meðaltali).
Tíðni
1 herts (Hz, eldra tákn c/s) = tíðni reglubundins fyrirbæris sem endur-
tekur sig einu sinni á sekúndu = 1 rið/s.
Tíðni hljóðaldnanna í A-tóninum, sem hljóðfæri eru stillt eftir, á að
vera 440 Hz.
Hæsta tíðni sem mannseyrað heyrir = um 2 • 104 Hz.
Hraði
1 metri á sekúndu (m/s) = hraði hlutar sem fer vegalengdina 1 metra
á hverri sekúndu án hraðabreytinga.
1 km/klst. = 0,278 m/s.
1 míla/klst. = 1,61 km/klst. = 0,447 m/s.
1 hnútur = 1 sjómíla/klst. = 1,85 km/klst. = 0,514 m/s.
Hraði hljóðsins í lofti við 0 °C = 1193 km/klst. = 331 m/s.
Hraði ljóssins í lofttómu rúmi (staðalgildi) = 299 192 458 m/s.
Hröðun
1 metri á sekúndu, á sekúndu (m/s2) = hröðun hlutar sem eykur hrað-
ann jafnt og þétt um 1 metra á sekúndu á hverri sekúndu.
1 ”g“ = þyngdarhröðunin (fallhraðaaukningin) við yfirborð jarðar
(staðalgildi) = 9,806 65 m/s2.
1 gal (Gal) = 10~2 m/s2.
Kraftur
1 njúton (newton, N) = krafturinn sem beita þarf á massann 1 kg til að
valda hröðun sem nemur 1 m/s2 þegar viðnám er ekkert.
1 dyn = 7rJN.
Tyngdarkrafturinn sem stafar frá 1 kg í r metra fjarlægð =
6,67 • 10-n/r2 njúton á hvert kg sem þar er.
Tyngdarkrafturinn á 1 kg við yfirborð jarðar (staðalgildi) =
9,806 65 N. Þessi stærð er stundum notuð sem krafteining undir
nafninu kílópond (kp), kílógrammkraftur (kgf), eða aðeins „kíló-
gramm“, sbr. „kílógramm“ á fersentimetra.
Rafkrafturinn frá hleðslunni 1 kúlomb í r metra fjarlægð =
9 • 109/r2 njúton á hvert kúlomb sem þar er.
Segulkrafturinn frá 1 ampers straum í löngum, beinum vír, sem verkar
á 1 metra kafla af öðrum straumvír samsíða í r metra fjarlægð =
2 • 10~7/r njúton á hvert amper í þeim vír.
(87)