Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 94
DAGSETNING PÁSKA
Margir þekkja þá reglu um páskadag, að hann sé fyrsti sunnudagur
eftir fullt tungl eftir vorjafndægur. Petta er mjög nærri lagi, en getur
þó brugðist þegar sérstaklega stendur á (ef tunglfylling verður nærri
jafndægrum, eða fyrstu tunglfyllingu eftir jafndægur ber upp á sunnu-
dag). Rétt er reglan þannig, að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir
fyrsta tunglfyllingardag frá og með 21. mars. Með tunglfyllingardegi
er þá átt við dagsetningu sem fundin er með sérstökum reiknireglum
og getur vikið degi frá réttri tunglfyllingu (sjá grein um grundvöll
páskareiknings í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1971).
Margar reiknireglur hafa verið samdar til að finna páska. Ein besta
reglan til að finna páska í nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) mun vera
sú sem birtist nafnlaust í breska tímaritinu Nature árið 1876. Reglan
er þessi:
Deilið í ártalið með 19 og kallið afganginn a.
Deilið í ártalið með 100, kallið deildina b og afganginn c.
Deilið í b með 4, kallið deildina d og afganginn e.
Deilið í b+8 með 25 og kallið deildina f.
Deilið í b—f+1 með 3 og kallið deildina g.
Deilið í (19-a)+b—d—g+15 með 30 og kallið afganginn h.
Deilið í c með 4 og kallið deildina i og afganginn j.
Deilið í 32+(2-e)+(2-i)—h—j með 7 og kallið afganginn k.
Deilið í a+(ll-h)+(22-k) með 451 og kallið deildina m.
Deilið í h+k—(7-m) + 114 með 31, kallið deildina n og afganginn p-
Pá er n mánuðurinn sem páskadagur fellur i, og p + 1 dagsetningin.
Ef við tökum árið 1994 sem dæmi fáum við a=18, b=19, c=94, d=4,
e=3, f=l, g=6, h=6, i=23, j=2, k=6, m=0, n=4 og p=2. Þá eru páskarnir
í 4. mánuði ársins og dagsetningin er 2+1, þ.e. 3. apríl.
Ef við takmörkum okkur við tímabilið frá 1900 til 2099 er til styttri
aðferð sem lýst er í grein um tíðni páskadagsetninga í Almanaki
Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1983.
Mögulegar dagsetningar páskadags spanna 5 vikna tímabil, frá 22.
mars til 25. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Ef páskar eru svo
snemma að páskadag ber upp á einbvern daganna 22., 23. eða 24.
mars, verða góupáskar. Það gerist að meðaltali þrisvar á öld. Á þess-
ari öld hefur það gerst tvisvar, árin 1913 og 1940. Næst verða góupásk-
ar árið 2008. Ef páskar eru svo seint að páskadag ber upp á einhvern
daganna 22., 23., 24. eða 25. apríl, verða sumarpáskar. Falla þá saman
sumardagurinn fyrsti og skírdagur. Þetta gerist sex sinnum á öld, að
meðaltali. Á þessari öld voru sumarpáskar árin 1905,1916,1943,1962,
1973 og 1984 og verða næst árið 2000.
Taflan á næstu síðu sýnir dagsetningu páskadags frá 1800 til 1999.
Stærri töflu er að finna í grein um fingrarím í Almanaki Þjóðvinafe-
lagsins fyrir árið 1972.
(92)