Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 98
að telja jólin 1992 til litlu brandajóla, en næstu (stóru) brandajól verða
þá árið 1995.
Um forliðinn „branda-“ í orðinu brandajól er það að segja, að ýmsir
hafa túlkað hann svo, að þar sé átt við eldibranda. Þetta er þó engan
veginn víst, og gæti allt eins verið alþýðuskýring. Árni Magnússon
hefur það eftir gömlum mönnum, að nafnið sé af því dregið, að þá sé
hætt við húsbruna, en „adrer hallda þad so kallad af miklum Iiosa
brenslum“. Nafngiftin hefur því valdið mönnum heilabrotum í þrjú
hundruð ár að minnsta kosti, og verður svo vafalaust enn um hríð.
Þ.S.
UM HEIMILDIR OG ÚTREIKNING ALMANAKSINS
Upplýsingar almanaksins um gang himintungla á þessu ári byggjast
fyrst og fremst á gögnum frá bandarísku almanaksskrifstofunni
(Nautical Almanac Office, U.S. Naval Observatory) en einnig hefur
verið stuðst við gögn frá frönsku hnattfræðistofnuninni (Bureau des
Longitudes) og stærðfræðingnum Jean Meeus í Belgíu. Útreikningar
voru unnir á Raunvísindastofnun Háskólans. Hvað flóðtöflurnar
snertir var stuðst við forrit Bandaríkjamannsins E.P. Wallner og
stuðla frá Sjómælingum íslands. Veðurstofan lét vinsamlega í té gögn
til grundvallar fróðleiknum á bls. 82-83. Segulkortið á bls. 75 var
teiknað á Raunvísindastofnun eftir mælingum í segulmælingastöð
stofnunarinnar og víðar. Tímakortið á bls. 90 var teiknað eftir gögn-
um úr mörgum áttum. Svanberg K. Jakobsson aðstoðaði við teikning-
ar og Máni Þorsteinsson við lestur prófarka.
DAGSETNINGAR A NÆSTU ÁRUM
1995
Öskudagur 1. mars
Páskadagur 16. apríl
Sumard. fyrsti 20. aprfl
Uppstigningardagur 25. maí
Hvítasunnudagur 4. júní
Frídagur verslunarm. 7. ágúst
1996 1997 1998
21. febr. 12. febr. 25. febr.
7. aprfl 30. mars 12. apríl
25. apríl 24. aprfl 23. aprfl
16. maí 8. maí 21. maí
26. maí 18. maí 31. maí
5. ágúst 4. ágúst 3. ágúst
LÖG UM ALMANÖK
Samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921, hefur Háskóli íslands einka-
rétt til að gefa út og selja eða afhenda með öðrum hætti almanök og
dagatöl á Islandi. Nánari greinargerð er að finna í almanaki fyrir 1966.
Eftirprentun úr almanaki þessu án skriflegrar heimildar
er stranglega biinnuð
(96)