Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 101
Árferði
Árið 1992 var meðalár að flestu leyti. Úrkoma var þó
með mesta móti. - Mestur hiti, sem mældist á árinu, var á
Vopnafirði 7. júlí, en þá mældust þar 26,8 stig. Mestur
kuldi varð á Hveravöllum 14. marz, en þar mældist 23,8
stiga frost. Mest sólarhringsúrkoma var á Skógum 13. jan-
úar, 141,2 mm. Á Kvískerjum mældist mest ársúrkoma,
3.835 mm.
I Reykjavík var meðalhiti ársins 4,2 stig, sem er 0,1 stigi
undir meðaltali áranna 1961-1990. Sólskinsstundir í
Reykjavík voru 1.099, sem er nokkuð undir meðallagi. Úr-
koma í Reykjavík varð 1.012 mm, sem er um 27% yfir
meðallagi. Mestur hiti í Reykjavík á árinu mældist 23.
ágúst, 17,5 stig, en kaldast varð 14. og 15. marz, en þá
mældist 13,2 stiga frost.
Á Akureyri var meðalhiti ársins 3,9 stig, sem er 0,7 stig-
um yfir meðaltali áranna 1961-1990. Sólskinsstundir voru
930. Úrkoma varð 648 mm, sem er um 32% yfir meðal-
úrkomu. Mestur hiti á Akureyri á árinu mældist 6. júlí, 21,0
stig, en kaldast varð 15. marz, en þá mældist þar 18,0 stiga
frost.
I janúar var hlýtt og úrkomusamt um allt land. Hinn 14.
fór hiti á Dalatanga í 18,8 stig og mun það mesti hiti, sem
mælzt hefur í janúar. Kúm var hleypt út þar eystra. Mikil
flóð voru í Borgarfirði. Meðalhiti á Akureyri í mánuðinum
var 2,9 stig og er þetta næsthlýjasti janúar þar síðan mæl-
mgar hófust. í Reykjavík skein sól aðeins í 20 mínútur. - I
febrúar var veðurfar óstöðugt og vindasamt. Var nokkuð
um að bflar fykju út af vegum, t.d. í Svínahrauni hinn 25. -
I marz var umhleypingasamt og frekar milt. Hinn 8. varð
talsvert eignatjón í hvassviðri. - Apríl var sæmilega hag-
felldur og óvenju snjólétt á Norður- og Austurlandi. Á
sumardaginn fyrsta, 23. aprfl, hvessti mjög á norðan og tók
þök af útihúsum undir Eyjafjöllum. - í maí var talið nokk-
uð hagstætt tíðarfar. Var kalt framan af, en hlýnaði þegar á
leið. Á Vopnafirði komst hitinn í 25,6 stig hinn 26. og er
(99)