Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 105
Búnaður
Árið var talið í meðallagi. Sláttur hófst víða um land um
mánaðamót júní-júlí og var spretta þokkaleg. Júlí var held-
ur kaldur, en heyfengur varð þó í meðallagi.
Talið er, að heyfengur af þurrheyi hafi numið 2.087.369
rúmmetrum (2.391.574 árið áður), en vothey 912.492 rúm-
metrum (962.943). Af því voru um 782.519 (808.000) rúm-
metrar í votheysrúllum, sem pakkaðar voru í plast. - Fram-
leiðsla á graskögglum nam 2.400 lestum (5.000 árið áður).
Heykögglaframleiðsla var einnig nokkur eða um 666 lestir
(400). Frærækt nam 41,5 lestum (56,0 árið áður). - Korn-
rækt festir sig enn í sessi, og var nú sáð í um það bil 350
hektara (246 árið áður). Uppskera var talin 1,1 lest á hekt-
ara (3,5). Heildaruppskera var áætluð um 408 lestir (626
árið áður).
Kartöfluuppskera var undir meðallagi á öllum helztu
ræktunarsvæðum og er talið, að 62.920 tunnur af kartöflum
hafi komið úr jörðu á árinu hjá þeim, sem hafa kartöflur til
sölu (151.131 árið áður). Kartöflumyglu varð ekki vart á
þessu ári.
Gulrófnauppskera var 300 lestir (643 árið áður), tóm-
atauppskera 660 lestir (507 árið áður), gúrkuuppskera 520
lestir (666), hvítkálsuppskera 500 lestir (715), blómkáls-
uppskera 65 lestir (70), gulrótauppskera 300 lestir (210),
paprikuuppskera 140 lestir (134), kínakálsuppskera 200
lestir (225) og sveppauppskera 210 (103) lestir.
Berjaspretta var mjög lítil víðast hvar um landið, og er
talið, að Jónsmessuhretið og kuldi í ágúst hafi valdið mestu
um það.
Slátrað var 570.278 kindum í sláturhúsum (612.324 árið
áður). Af því voru 539.634 dilkar (585.659) og 30.644 full-
orðið fé (26.665). Meðalfallþungi dilka var 14,57 kg, sem er
0,22 kg minni fallþungi en árið áður. Kindakjötsframleiðsl-
an var 8.597 lestir, sem er 712 lestum minna en árið áður. -
Slátrað var 24.890 nautgripum (21.833). Nautgripakjöt var
3.377 lestir (2.998). Slátrað var 7.193 hrossum (6.972) og
(103)