Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 107
Búnaðarþing var haldið í Reykjavík í marz og var þetta í
76. sinn, sem þingið er haldið. Landbúnaðarráðherra, Hall-
dór Blöndal, flutti ræðu við setningu þingsins. - Aðalfund-
ur Stéttarsambands bænda var haldinn á Laugum í Reykja-
dal í byrjun september. Mikið var rætt um lækkun slátur-
kostnaðar. Fundarmenn vildu þjóðaratkvæði um EES-
samninginn. - Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var
haldinn á Akranesi. Þetta var 62. aðalfundurinn.
Það bar til tíðinda í október, að bóndi einn úr Mývatns-
sveit seldi kjöt sitt beint til neytenda í Kolaportinu í
Reykjavík. Þetta var sögð fyrsta sala sinnar tegundar frá
setningu afurðasölulaga 1935.
Kýrin Gæfa á Brakanda í Hörgárdal mjólkaði mest allra
kúa á landinu á árinu, 10.190 kg.
Búfjáreign íslendinga var í árslok (í svigum tölur frá 1991):
Nautgripir 76.034 (77.681)
Af þeim mjólkurkýr 30.359 (31.641)
Sauðfé 487.312 (510.782)
Hross 75.171 (74.069)
Svín 3.474 (3.315)
Varphænur 178.954 (197.123)
Minkar (fullorðin dýr) 29.035 (38.617)
Refir (fullorðin dýr) 5.419 (5.029)
Kanínur 430 (1.570)
Gæsir og endur 3.255 (4.870)
Geitur 318 (350)
Útflutningur á landbúnaðarafurðum nam á árinu 1992
að verðmæti 1.632,2 milljónum króna (1.621,5 árið áður). Hann skiptist þannig:
Lax og silungur,
ísaður og frystur 704,3 (704,1)
Fryst kindakjöt 222,2 (210,0)
Lifandi hross 167,9 (167,5)
Minkaskinn 125,5 (167,3)
(105)