Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 108
Ull 69,8 (49,7)
Dúnn 61,8 (71,1)
Ostur 57,0 (63,5)
Refaskinn 56,0 (42,8)
Saltaðar nauts- og hrosshúðir 28,9 (29,3)
Mjólkur- og undanrennuduft 11,3 (0,1)
Kaseín 1,3 (11,3)
Saltaðar gærur 0,8 (0,1)
Ýmsar landbúnaðarafurðir 125,5 (104,8)
Embætti og störf
Embœttis- og sýslunarmenn ríkisins
1. janúar: Garðar Gíslason hæstaréttardómari. - Ólafur
Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. - Jón
Birgir Jónsson aðstoðarvegamálastjóri.
1. júní: Guðmundur Magnússon settur þjóðminjavörður í
tvö ár vegna þess, að skipaður þjóðminjavörður fór í leyfi-
1. júlí: Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri.
Þennan dag urðu þessir dómstjórar í nýju dómstólakerfi:
Friðgeir Björnsson í héraðsdómi Reykjavíkur, Ólöf Péturs-
dóttir í héraðsdómi Reykjaness, Freyr Ófeigsson í héraðs-
dómi Norðurlands eystra og Kristján Torfason í héraðs-
dómi Suðurlands. Sama dag urðu þessir sýslumenn með
nýtt valdsvið: Jón Skaftason í Reykjavík, Sigurður Gizurar-
son á Akranesi, Rúnar Guðjónsson í Borgarnesi, Ólafur K.
Ólafsson í Stykkishólmi, Friðjón Þórðarson í Búðardal,
Stefán Skarphéðinsson á Patreksfirði, Jónas Guðmundsson
í Bolungarvík, Ólafur Helgi Kjartansson á ísafirði, Ríkarð-
ur Másson á Hólmavík, Jón Isberg á Blönduósi, Halldór Þ-
Jónsson á Sauðárkróki, Erlingur Óskarsson í Siglufirði,
Kjartan Þorkelsson á Ólafsfirði, Elías Elíasson á Akureyri,
Halldór Kristinsson á Húsavík, Lárus Bjarnason á Seyðis-
firði, Bjarni Stefánsson í Neskaupstað, Sigurður Eiríksson
á Eskifirði, Páll Björnsson á Höfn í Hornafirði, Sigurður
Gunnarsson í Vík í Mýrdal, Friðjón Guðröðarson á Hvols-
(106)