Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 115
Búnaður til fiskveiða 154,1 (150,2)
Fiskkassar, trollkúlur o.fl. úr plasti 150,7 (140,4)
Fiskinet og línur 140,6 (110,9)
íbúar íslands
1. desember 1992 var íbúatala íslands 262.193 (1. des.
1991 259.577). Af þeim voru karlmenn 131.503 og konur
130.690. Fjölgun íslendinga á árinu var 1,01% (1,51% árið
áður) eða 2.616 manns.
Á árinu fæddust 4.609 lifandi börn (4.533). Af þeim voru
sveinbörn 2.379 (2.351) og 2230 meybörn (2.182). Skilgetin
börn voru 1.967 (1.975) en óskilgetin 2.642 (2.558).
Hinn 1. desember voru sveitarfélög í landinu 197 og
hafði fækkað um fjögur á árinu. Hrepparnir voru 166,
kaupstaðir og bæir 31. Hörðudalshreppur og Miðdala-
hreppur voru sameinaðir í Suðurdalahrepp 1. janúar og
sama dag voru Fellshreppur og Óspakseyrarhreppur sam-
einaðir í Broddaneshrepp. Loks voru Beruneshreppur,
Búlandshreppur og Geithellnahreppur sameinaðir í Djúpa-
vogshrepp 1. október.
Af íbúum landsins voru 241.634 í Pjóðkirkjunni
(239.321), í Fríkirkjunni í Reykjavík 4.918 (4.901), í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 2.292 (2.190), í Óháða söfnuðinum í
Reykjavík 1.042 (1.031). - Önnur trúfélög: Rómversk-kaþ-
ólskir 2.419 (2.582), Hvítasunnumenn 1.062 (1.012), Að-
ventistar 778 (771), Vottar Jehóva 541 (517), í Baháísamfé-
lagi 379 (364), Krossinn 317 (289), Kirkja Jesú Krists
h.s.d.h. 163 (166), Ásatrúar 119 (112), Vegurinn 654 (489),
í Sjónarhæðarsöfnuði 52 (54), Orð lífsins 28, önnur trúfé-
lög og ótilgreint 2.218 (2.253), utan trúfélaga 3.586 (3.529).
Ibúatala íslenzkra kaupstaða og bæja var 1. desember
1992 sem hér segir (í svigum eru tölur frá 1. desember