Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 119
týr Hafsteinsson og Tómas Guðjónsson (KR), í tvíliðaleik
kvenna Ásta Urbancic (Erninum) og Ingibjörg Árnadóttir
(Víkingi), en í tvenndarkeppni Aðalbjörg Björgvinsdóttir
og Kjartan Briem (KR).
Bridds. Á Norðurlandamóti, sem haldið var í júní í Svf-
þjóð, sigruðu íslendingar í karlaflokki og hlutu 185,5 stig.
Norðmenn urðu í 2. sæti með 174,5 stig. Sveit Islands skip-
uðu Karl Sigurhjartarson, Matthías Þorvaldsson, Sverrir
Ármannsson, Sævar Þorbjörnsson og fyrirliðinn Björn Ey-
steinsson, en hann spilaði einnig. - Island varð í 6. sæti í
sínum riðli í undankeppni Olympíuleikanna og komst ekki
áfram.
Fimleikar. íslandsmót var haldið í Reykjavík í marz. I
fjölþraut kvenna sigraði Nína Björk Magnúsdóttir, en Ní-
els Sigurðsson varð sigursælastur í karlaflokki.
Frjálsíþróttir. Á Evrópumeistarmótinu innanhúss varð
Pétur Guðmundsson í 5. sæti í kúluvarpi. Víðavangshlaup
ÍR var haldið í 77. sinn á sumardaginn fyrsta. Toby Tanser
(KR) sigraði í karlaflokki, en Hulda Pálsdóttir (ÍR) í
kvennaflokki. - Meistaramót íslands var haldið í Mosfells-
bæ í byrjun júlí. Einar Vilhjálmsson kastaði spjóti 84,36 m
og Sigurður Einarsson 83,32 m. Annars varð árangur frek-
ar slakur, en FH-ingar unnu 14 meistaratitla. - FH sigraði í
1. deild í bikarkeppni FRÍ sem haldin var á Varmárvelli í
Mosfellsbæ í ágúst og fékk 156,5 stig, HSK varð í 2. sæti
með 151,0 stig, UMSE í 3. sæti og fékk 122,0 stig. UMSS
og UMSK féllu í 2. deild, en Ármann og ÍR komu upp í 1.
deild. - Reykjavíkurmaraþon var haldið 23. ágúst, og voru
þátttakendur um 2.600. Af þeim hljóp 121 Maraþonhlaup-
ið sjálft. Walesbúinn Ieuan Ellis sigraði í karlaflokki á tím-
anum 2:19,01, sem er brautarmet, og Anna Cosser í
kvennaflokki, 3:21,28. Bretinn Hugh Jones sigraði í hálf-
maraþoni í karlaflokki á tímanum 1:06,43 en Martha
Ernstsdóttir í kvennaflokki, 1:13,52. - Guðbjörg Gylfadótt-
ir margbætti íslandsmetið í kúluvarpi kvenna, 15,75, 15,96
og 16,33. Gamla metið var 15,40. Met Guðbjargar voru sett
á mótum í Bandaríkjunum um vorið. - Einar Vilhjálmsson
(117)