Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 121
5 leikja úrslitakeppni við Stjörnuna, þar sem Víkingur
vann 3-2. - í bikarkeppni karla sigraði FH Val í úrslitaleik
með 25 mörkum gegn 20. í bikarkeppni kvenna sigraði
Víkingur FH í úrslitaleik með 19 mörkum gegn 14.
I marz fór fram í Austurríki B-keppni heimsmeistara-
móts karla. íslendingar urðu þar í þriðja sæti og tryggðu
sér með því sæti í A-keppninni árið eftir. Síðasti leikur Is-
lendinga á mótinu var við Sviss og unnu íslendingar 22-21.
I maí var Jón Ásgeirsson kosinn formaður Handknatt-
leikssambandsins í stað Jóns Hjaltalíns Magnússonar, sem
verið hafði formaður í 8 ár.
íþróttamaður ársins. Sigurður Einarsson spjótkastari var
kjörinn íþróttamaður ársins. Hann vann það afrek að
verða í 5. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona.
íþróttir fatlaðra. íslandsmót var haldið í Reykjavík í
aprfl. Keppt var í borðtennis, boccia, bogfimi og lyftingum.
Keppendur voru 257 frá 21 félagi. Meðal sigurvegara voru
Elma Finnbogadóttir í boccia, Elsa Stefánsdóttir í borð-
tennis og Þröstur Stefánsson í bogfimi.
Á Ólympíuleikum fatlaðra í Barcelona í ágúst unnu Is-
lendingar marga sigra í sundi. Sigursælust urðu Lilja María
Snorradóttir og Ólafur Eiríksson og fengu 5 verðlaunapen-
inga hvort. íslenzku keppendurnir settu 3 heimsmet, 3 ól-
ympíumet og 34 íslandsmet. - Á Ólympíuleikum þroska-
heftra í Madrid fékk Sigrún Huld Hrafnsdóttir 11 verð-
laun, en Guðrún Ólafsdóttir, Bára B. Erlingsdóttir og
Katrín Sigurðardóttir fengu einnig fjölda verðlauna. Þær
settu alls 10 heimsmet, öll í sundi.
Júdó. íslandsmót var haldið í Reykjavík í marz. Bjarni
Friðriksson sigraði í opnum flokki í 14. sinn í röð. Hann
vann einnig í -95 kg flokki. - Bjarni sigraði í opnum flokki
á danska meistaramótinu í febrúar. Norðurlandamót var
haldið í Reykjavík í apríl. íslendingar unnu 4 gull, 3 silfur
og 6 brons. Bjarni Friðriksson vann sigur í sínum þyngdar-
flokki og einnig í opnum flokki. Á Evrópumóti í París í
maí varð Bjarni í 7. sæti í -95 kg flokki.
Karate. íslandsmót í kata var haldið í Reykjavík í marz.
(119)