Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 125
Kóreumenn, en töpuðu fyrir Svíum. í úrslitakeppninni töp-
uðu íslendingar fyrir liði frá Samveldi sjálfstæðra ríkja,
sem síðar varð ólympíumeistari.
Rall. Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson sigruðu
í rallakstri annað árið í röð.
Siglingar. íslandsmót í siglingum á kjölbátum var haldið
á Kollafirði í ágúst. Sigurborg frá Ými í Kópavogi sigraði,
en skipstjóri á henni var Páll Hreinsson.
Skák. Skákþing íslendinga fór fram seint í ágúst. Helgi
Olafsson varð skákmeistari íslands. Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir sigraði í kvennaflokki. - Á ólympíumóti í Manilla
á Filippseyjum í júní varð íslenzka sveitin í 6. sæti og hlaut
33,5 vinninga. Rússar unnu með 39 vinninga. Keppendur
Islands voru (raðað eftir borðum) Jóhann Hjartarson,
Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Hann-
es Hlífar Stefánsson og Pröstur Þórhallsson. Hannes hafði
hæsta vinningshlutfallið, 77,78%. íslendingar unnu m.a.
Breta og Hollendinga.
Skíðaíþróttir. Skíðamót íslands var haldið í Ólafsfirði og
á Dalvík í byrjun apríl. Vegna snjóleysis þar fór nokkur
hluti keppninnar fram í Hlíðarfjalli við Akureyri. ísfirð-
ingar unnu flestar greinar eða 7. Akureyringar unnu 6 og
Ólafsfirðingar 3. Kristinn Björnsson Ólafsfirði og Ásta
Halldórsdóttir ísafirði urðu sigursælust í Alpagreinum en
Daníel Jakobsson ísafirði og Rögnvaldur Ingþórsson Ak-
ureyri í göngu.
Sund. Sundmeistaramót íslands innanhúss var haldið í
Vestmannaeyjum í apríl. Sett voru 6 íslandsmet og meðal
þeirra var met Arnars Freys Ólafssonar í 400 m fjórsundi,
4:25,21. Fatlaðir settu 9 íslandsmet á sama móti. - Bikar-
keppni 1. deildar fór fram í lok nóvember. Ægir sigraði
með 27.161 stig, Sundfélag Suðurnesja varð í 2. sæti með
25.730 stig og Akurnesingar í hinu þriðja með 23. 528 stig.
Tennis. íslandsmót var haldið í Reykjavík í ágúst. í ein-
liðaleik varð Einar Sigurgeirsson íslandsmeistari í karla-
flokki, fjórða árið í röð, en Hrafnhildur Hannesdóttir í
kvennaflokki annað árið í röð. í tvíliðaleik karla sigruðu
(123)