Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 142
Einar Heimisson í sagnfræði við Albert-Ludwigs háskól-
ann í Freiburg im Breisgau. Ritgerðin nefnist: Die Asyl-
situation in Island in der dreissiger Jahren im Vergleich
mit den anderen nordischen Landern. Gerður er saman-
burður á aðstöðu flóttamanna á Norðurlöndum á fjórða
áratug tuttugustu aldar.
Lúðvík Eckardt Gústafsson í jarðfræði við Freie Uni-
versitat í Berlín. Ritgerðin nefnist: Geology and Petrology
of the Dyrfjöll Central Volcano. Fjallað er um jarðsögu
megineldstöðvarinnar Dyrfjalla.
Stúdentspróf
Stúdentafjöldi frá stærstu skólunum á árinu var sem hér
segir: Frá Menntaskólanum í Reykjavík 177 (145), Mennta-
skólanum á Akureyri 127 (111), Verzlunarskóla íslands 224
(184), Menntaskólanum við Hamrahlíð 220, Menntaskól-
anum við Sund 163 (154), og Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti 210.
Raforkumál
Framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar voru í lágmarki.
Settar voru upp tvær seinni vélarnar í Blönduvirkjun og
var önnur tekin í notkun 27. janúar en hin 15. marz. Þá var
gengið frá fjarstýri- og fjargæzlubúnaði á virkjunarsvæðinu
við Blöndu.
I Fljótsdal var aðeins lokið við frágang og snyrtingu a
vinnuvegum. Óskað var eftir framlengingu á tilboðum í vél
og rafbúnað væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar.
Heildarrafmagnsöflun Landsvirkjunar á árinu var 4.196,8
gígavattstundir (4.080,7 árið áður) eða 618 megavött (655)-
Árið var mjög gott vatnsár, enda úrkoma yfir meðallagi-
Þórisvatn nær fylltist í febrúar (576,98 m yfir sjó) og hefur
það ekki gerzt svo snemma árs áður. Vatnið fylltist síðan
aftur í júní. Varð vatnsborðið hæst 12. júní, 577,25 m yf*r
sjó. Lægst varð það 12. janúar, 573,98 m.
Helztu kaupendur raforku á árinu voru ísal með 179
(140)