Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 143
megavött (173 árið áður), Rafmagnsveita Reykjavíkur 122
(119), Rafmagnsveitur ríkisins 130 (116) og Islenzka járn-
blendifélagið 81 (84).
Halli varð á rekstri Landsvirkjunar á árinu og nam hann
2.119 milljónum króna, en árið áður var hagnaður 484 millj-
ónir.
Samgöngur og ferðamál
142.561 útlendingar komu til íslands á árinu (árið áður
143.458). Er það 0,6% fækkun frá árinu á undan. Af þeim
voru 24.520 Pjóðverjar (22.477), 21.706 Bandaríkjamenn
(22.506), 16.050 Svíar (16.294), 14.396 Danir (13.777), 13.900
Bretar (14.662), 11.218 Norðmenn (10.391), 7.925 Frakkar
(10.071), 5.873 Svisslendingar (7.016), 4.866 Finnar (4.079),
4.158 ítalir (4.808), 3.808 Hollendingar (2.952), 3.123 Aust-
urríkismenn (4.036), 1.431 Japanar (1.254) og 1.154 Spán-
verjar (1.156). Þýzkum ferðamönnum fjölgaði enn og urðu
nú í fyrsta sinn fleiri en Bandaríkjamenn, sem lengi hafa
verið efstir á lista yfir erlenda ferðamenn. Þá fjölgaði Dön-
um, Norðmönnum og Finnum töluvert, en Austurríkis-
mönnum, Svisslendingum og Bretum fækkaði.
I júlí komu 35.339 erlendir ferðamenn til íslands og er
það nýtt mánaðarmet. Af þeim voru 8.392 Þjóðverjar.
147.872 íslendingar ferðuðust til útlanda á árinu
(148.854). Farþegar til íslands á árinu voru alls 290.433
(292.312). Af þeim voru 50,9% íslendingar en 49,1% út-
lendingar eins og árið áður.
Flug
Tap varð á rekstri Flugleiða á þessu ári og nam það 133,9
uúlljónum króna. Þetta eru umskipti frá fyrra ári, þegar
hagnaður var 150,1 milljón. Sú mikla breyting varð í innan-
landsfluginu, að teknar voru í notkun nýjar Fokker 50 flug-
vélar. Hin fyrsta þeirra kom til íslands 15. febrúar og lenti
a Akureyri. Vélin var nefnd Ásdís. Hinar komu svo hver af
annarri, en sú fjórða og síðasta lenti í Vestmannaeyjum 9.
(141)