Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 148
Jón Baldvin Hannibalsson í ræðustól í Oporto.
steinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra, Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra
og Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra
frá Sjálfstæðisflokknum, Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Sighvat-
ur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og
Eiður Guðnason umhverfisráðherra frá Alþýðuflokknum-
Evrópska efnahagssvæðið svokallaða eða EES-málið var
helzta pólitíska mál ársins. Jón Baldvin Hannibalsson und-
irritaði EES- samninginn í Oporto 2. maí með fyrirvara um
samþykki Alþingis. Samningurinn er um 20.000 bls. í IS'
lenzkri þýðingu, og það er talin hátt í mánaðarvinna að
lesa hann. í skoðanakönnun DV í september voru 22,2%
með aðild að EES en 37,2% voru á móti. Óákveðnir voru
40,3% og 0,3% vildu ekki svara. í könnun Félagsvísinda-
stofnunar í lok október voru 32,0% aðspurðra fylgjandi að-
ild að EES, 30,5% á móti, 35,5% óákveðnir og 2,0% vildu
ekki svara. Svo virtist sem allt árið væri sá hópur stærstur,
sem ekki hefði myndað sér skoðun um aðild að EES.
(146)