Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 150
vinnuveitendum. Hinn 29. júní óskaði forsætisráðherra eft-
ir því, að Kjaradómur endurskoðaði niðurstöðu sína. Pví
var hafnað. 30. júní ákvað ríkisstjórnin, að úrskurðurinn
skyldi standa en lögin um Kjaradóm yrðu endurskoðuð,
eftir að Alþingi kæmi saman í ágúst. Petta kallaði Morg-
unblaðið „örlagarík mistök“ í ritstjórnargrein 2. júlí og
sama dag hélt verkalýðshreyfingin fjölmennan útifund, þar
sem þess var krafizt, að Alþingi kæmi saman og afturkall-
aði hækkunina. Ríkisstjórnin sat á löngum fundi á Ping-
völlum 4. júlí, og þar var ákveðið að setja bráðabirgðalög
til þess að breyta forsendum Kjaradóms. Hann skyldi
koma saman aftur 11. júlí.
í lok júlí urðu umræður og miklar deilur innan ríkis-
stjórnarinnar um fiskveiðistjórnun. Porsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra vildi fara nærri tillögum Hafrannsókna-
stofnunar og leyfa aðeins 190 þús. tonna ársafla af þorski-
Ýmsir ráðherranna vildu leyfa meiri veiði. Porsteinn vildi
einnig ráðstafa kvóta Hagræðingarsjóðs til þeirra byggðar-
laga, sem verst yrðu úti í aflasamdrætti. Málamiðlun var
gerð 28. júlí á þann veg, að Porsteinn Pálsson gaf út reglu-
gerð um 205 þús. tonna ársafla og að úthluta ekki úr Hag-
ræðingarsjóði. Þorsteinn sagði, „að hætta væri á miklu
meiri veiði“, ef hann yfirgæfi ríkisstjórnina. Matthías
Bjarnason alþingismaður Vestfirðinga sagði sig úr mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins í lok júlí vegna óánægju með
fiskveiðistefnu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði, að stjórnin
væri „ekki ómissandi“.
í sambandi við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1993
ákvað ríkisstjórnin í lok september að fækka undanþágum
frá virðisaukaskatti. Ennfremur var tekjuskattur félaga
lækkaður úr 45% í 33%.
Hinn 22. nóvember var tilkynnt um ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Bar þar hæst 6% gengis-
lækkun, afnám aðstöðugjalds á fyrirtæki og hækkun tekju-
skatts á einstaklinga. Voru með þessum ráðstöfunum færð-
ir 5-6 milljarðar frá einstaklingum til fyrirtækja. Pá var
tilkynnt um þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að leggj3
(148)