Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 153
fundargerðir fyrri ríkisstjórnar til stuðnings máli sínu, en
það hafði aldrei verið gert áður.
Hinn 5. nóvember var felld á Alþingi tillaga stjórnarand-
stöðunnar um þjóðaratkvæði um EES-samninginn með 31
atkvæði gegn 28. Aður höfðu þinginu borizt undirskrifta-
listar með nöfnum 34.000 íslendinga, sem óskuðu eftir
þjóðaratkvæði. í skoðanakönnun DV um þjóðaratkvæði,
sem birt var sama dag, voru 65,0% aðspurðra hlynnt því,
en 20,8% voru á móti og 11,8% óákveðnir. Á Alþingi
greiddu allir þingmenn stjórnarandstöðunnar atkvæði með
þjóðaratkvæði og auk þeirra sjálfstæðisþingmennirnir Eyj-
ólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson. Eggert
Haukdal sat hjá og þrír þingmenn voru fjarverandi.
2. umræða um EES-málið var í þinginu í desember, en
ekki tókst að ljúka henni og var fundum Alþingis frestað
22. desember til 4. janúar.
Kristín Ástgeirsdóttir var kosin formaður þingflokks
Kvennalistans og Ragnar Arnalds formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins. Hann fékk 5 atkvæði, en Svavar Gests-
son fékk 4. Deilt var um formennsku í utanríkismálanefnd
mnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við atkvæðagreiðslu
fékk Björn Bjarnason 18 atkvæði, en Eyjólfur Konráð
Jónsson fékk 7. Einn greiddi ekki atkvæði. Eyjólfur lét því
af formennsku í utanríkismálanefnd, en Björn tók við.
Sérstök uppákoma varð á Alþingi 15. maí, en þá var
saniþykkt á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á
Lánasjóði íslenzkra námsmanna. Háskólastúdentum og
fleirum þóttu þessi lög þrengja þeirra hag. Námsmenn fjöl-
oienntu á þingpalla til mótmæla og fóru í talkór með brot
Ur grein eftir Jón Sigurðsson forseta um nauðsyn mennt-
unar og arðsemi hennar. Þóttu mótmæli þessi mjög í anda
Jóns forseta.
Flokksstarf
Dagana 11.-14. júní var 46. flokksþing Alþýðuflokksins
haldið í Kópavogi. Deilur voru á þinginu um þjónustu-
g)öld, sjávarútvegsmál og fleira. Jón Baldvin Hannibalsson
(151)