Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 155
niiðstjórnarkjöri, 288. Athygli vakti, að einn helzti and-
stæðingur EES, Bjarni Einarsson, náði kjöri í miðstjórn.
Opinberar heimsóknir íslenzkra ráðherra
Davrð Oddsson forsætisráðherra fór í opinbera heim-
sókn til ísraels í febrúar. Pað bar til tíðinda í ferðinni, að
ráðherra var afhent bréf frá Simon Wiesenthal-stofnuninni
í Jerúsalem, þar sem þess var krafizt, að Edvald Mikson
(Eðvald Hinriksson) yrði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi.
Mikson hefur búið á íslandi síðan 1955. í heimleiðinni kom
forsætisráðherra við í Englandi og ræddi við Hurd utanrík-
isráðherra og frú Thatcher. - Davíð Oddsson sótti fund
forsætisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn 29. des-
ember.
Opinberar heimsóknir erlendra ráðamanna
Utanríkisráðherrar Norðurlanda þinguðu í Reykjavík
20. janúar og var mest rætt um EES-málið. - Hussein
Jórdaníukonungur var á íslandi 8.-9. marz í boði ríkis-
sfjórnarinnar og átti viðræður við ráðherra um málefni
Austurlanda nær. - í byrjun maí kom sjávarútvegsráðherra
Omans í opinbera heimsókn. - Ráðherrafundur EFTA var
haldinn í Reykjavík í maí. Þá var einnig staddur hér á landi
Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EBE. -
Sjávarútvegsráðherra Mexikós, Guillermo Jimenez-Mora-
fes, kom til íslands í ágúst í boði Þorsteins Pálssonar.
Sveitarstjórnarmál
Hinn 5. september fóru fram sveitarstjórnarkosningar í
nýjum hreppi, sem myndaður var úr Geithellnahreppi,
Búlandshreppi og Beruneshreppi. Þar fékk I-listi fráfar-
andi hreppsnefndarmanna 247 atkvæði og fimm menn
kjörna og L-listi 91 atkvæði og tvo menn kjörna.
I júní slitnaði upp úr samstarfi Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks í hreppsnefnd á Fáskrúðsfirði. Við tók
nteirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
(153)