Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Qupperneq 158
Útvegur
Árið 1992 var mun betra aflaár en árið á undan. Munaði
þar mest um aukinn loðnuafla. Porskafli fór hins vegar sí-
fellt minnkandi. Aflatakmarkanir og kvótar voru með svip-
uðu sniði og árið áður. Hinn 1. júní voru birtar niðurstöður
Fiskveiðiráðgj afarnefndar Alþj óðahafrannsóknarráðsins
um ástand íslenzka þorskstofnsins. Var það sagt slæmt og
lagt til, að veiðin yrði færð niður í 175 þúsund tonn á næsta
fiskveiðiári (1. september 1992-31. ágúst 1993). Um þetta
álit urðu miklar deilur, og varð niðurstaðan sú, að afla-
markið var sett við 205 þúsund tonn. Verðmæti þorskafla
er talið vera um 25% af heildarverðmæti íslenzks útflutn-
ings.
Heildaraflinn var 1.567.686 tonn (árið áður 1.041.884).
Nýting aflans var með eftirfarandi hætti: Frysting í landi
325.361 tonn, söltun 118.480 tonn (143.436), herzla 998 tonn
(1.265), bræðsla 867.760 tonn (295.891), útflutt 52.162 tonn,
gámar 58.379, sjóunnið 136.265, annað 8.280 tonn. Allar
tölur eru miðaðar við fisk upp úr sjó.
Þorskafli var 266.684 tonn (306.689 árið áður), ýsuafli
46.098 tonn (53.515), ufsaafli 77.832 tonn (99.322.), karfa-
afli 93.880 tonn, úthafskarfaafli 13.845, lönguafli 4.556 tonn
(5.206), keiluafli 6.440 tonn (6.439), steinbítsafli 16.024
tonn (17.817), lúðuafli 1.184 tonn (1.891), grálúðuafli 31.995
tonn (34.883), skarkolaafli 10.500 tonn (10.794), síldarafli
123.323 tonn (78.146), loðnuafli 796.036 tonn (254.356),
humarafli 2.230 (2.157), rækjuafli 46.910 (38.276), hörpu-
disksafli 12.429 (10.297).
Hinn 4. janúar kom Börkur NK 122 til Neskaupstaðar
með 1.100 tonn af sfld, og er það stærsti síldarfarmur, sem
landað hefur verið á íslandi. Hann var aflahæsta nótaskip-
ið á fyrri hluta ársins með 5.030 tonn af sfld og 30.312 tonn
af loðnu. - Vigri seldi í Bremerhaven 6. janúar 271 tonn af
fiski fyrir 1.233.000 mörk eða um 45 milljónir króna. Petta
er næsthæsta verð í mörkum, sem fengizt hefur fyrir is-
lenzkan fiskfarm í Þýzkalandi og hið hæsta í íslenzkum
(156)