Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 159
krónum. - Veiði á búra óx mjög á árinu og var hann fluttur
út til Bandaríkjanna. - I október og nóvember var mikið
talað um lélegan afla og kom fram, að afli togara væri ein-
hver hinn lélegasti í 10-15 ár.
I maí voru stærstu útgerðarfyrirtæki landsins með þessa
kvóta: Grandi í Reykjavík 16.282 tonn í þorskígildum, Út-
gerðarfélag Akureyringa 15.800, Samherji á Akureyri
15.029, ísfélag Vestmannaeyja 13.306 og Haraldur Böðv-
arsson á Akranesi 13.014. Þessi félög hafa smám saman ver-
>ð að bæta við sig kvótum. - Hagur margra minni útgerðar-
°g fiskvinnslufyrirtækja var hins vegar talinn hafa versnað
a árinu. Fiskvinnslunni á Bfldudal var lokað í byrjun júlí,
en skuldir við Landsbankann námu þá um 800 milljónum
króna. Mikið var talað um yfirvofandi gjaldþrot útgerðar-
félaga, og á aðalfundi LÍÚ á Akureyri í október taldi sjáv-
arútvegsráðherra upp 37 bæi og þorp, sem væru í hættu
Vegna gjaldþrotastefnu. Á þessum sama fundi taldi Jón
Baldvin Hannibalsson fjarstæðu að nota gengislækkun til
hjargar útgerðinni, það væri „að pissa í skóinn sinn“. Engu
að síður var gengið lækkað í nóvember.
Hinn 29. júní gengu íslendingar formlega úr Alþjóða-
hvalveiöiráðinu á fundi þess í Glasgow. - Hinn 27. nóv-
ember var gerður sjávarútvegssamningur milli íslands og
EB, og var skipzt á veiðiheimildum. EB fékk 3.000 tonna
karfakvóta og ísland 30.000 tonna loðnukvóta.
A 51. Fiskiþingi, sem haldið var í Reykjavík í október,
Var Jónas Haraldsson lögfræðingur kosinn formaður
stJórnar. Hún ræður framkvæmdastjóra, sem verður nefnd-
Ur fiskimálastjóri. Starfsemi Fiskifélagsins verður endur-
skipulögð.
Fiskiskip íslendinga voru 960 1. janúar 1993, 119.953
rúttórúmlestir samtals. Af þeim voru 108 skuttogarar, þar
af 38 yfír 500 brl og 4 hvalveiðiskip. Hefur fiskiskipum
hekkað um 40 á árinu. Meðalaldur allra fiskiskipa var 16,7
ar og hefur lækkað um 0,2 ár. Elzta skip á skrá var Skúli
ðgeti IS 429, smíðaður 1916. - Þrír stórir frystitogarar
®ttust í fiskiskipastólinn á síðustu mánuðum ársins. Það
(157)