Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 160
voru Vigri RE 71, eign Ögurvíkur í Reykjavík, Baldvin
Þorsteinsson EA 10, eign Samherja á Akureyri og Arnar
HU 1, eign Skagstrendings. Þeir eru allir um 1.500 tonn.
Heildarskipastóll íslendinga var í árslok 1992 1.107 skip,
samtals 129.925 lestir brúttó (í árslok 1991 1.147 skip, sam-
tals 146.766 lestir brúttó).
Utflutningur helztu sjávarafurða (meira en 1.000 millj-
ónir) var sem hér segir á árinu 1992 í milljónum króna (í
svigum eru tölur frá 1991):
Fryst þorskflök 9.603,9 (10.058,7)
Blautverkaður saltfiskur 8.448,5 (10.725,1)
Fryst rækja 7.110,4 (6.266,2)
Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur 7.005,1 (8.801,8)
Blokkfryst þorskflök 6.344,7 (6.101,0)
Loðnumjöl 4.194,3 (1.270,2)
Heilfrystur karfi 3.023,7 (2.275,9)
Heilfrystur flatfiskur 2.889,4 (3.116,3)
Fryst ýsuflök 2.223,0 (2.255,7)
Saltfiskflök 2.032,3 (2.186,6)
Blokkfryst ufsaflök 1.815,6 (3.160,9)
Fryst karfaflök 1.505,4 (1.411,9)
Ný, kæld eða ísvarin fiskflök 1.385,2 (1.567,6)
Fryst flatfiskflök 1.249,7 (1.252,7)
Fryst ufsaflök 1.213,5 (1.641.6)
Loðnulýsi 1.091,2 (467,5)
Verklegar framkvæmdir
Brýr. Helztu framkvæmdir í brúargerð voru þessar (10 m
brýr og lengri): Markarfljótsbrúin nýja var opnuð 10. júm
til umferðar. Hún kostaði 215 milljónir og styttir hringveg-
inn um 5,2 km. Talið er, að 800 bílar fari um brúna daglega
á sumrin. - Brúin yfir Dýrafjörð var vígð 2. október. -
Lokið var við brúargerð yfir Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsa
á Siglufjarðarvegi. - Gerð var ný brú yfir Öxnadalsá, 24 m
löng. - Byggð var ný brú á Gljúfurá á Grenivíkurvegi, 12 m
(158)