Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 163
ur). í árslok voru 2.517 km af bundnu slitlagi komnir á vegi
landsins eða 31% þjóðvega og á þeim fer fram 79% af öll-
um akstri í landinu.
Meðal framkvæmda við bundið slitlag má nefna 10,5 km
kafla við Markarfljótsbrúna nýju, 6,1 km á Skálholtsvegi,
5,2 km á Biskupstungnabraut, 12,5 km á Ólafsvíkurvegi, 8,1
km á Norðurlandsvegi milli Pverár og Hörgárdalsvegar, 9,1
km á Austurlandsvegi frá Ósi að Núpi og á 11,1 km frá
Reynivöllum að Jökulsá.
Langmestu framkvæmdir við vegagerð á árinu voru við
Vestfjarðagöng og var varið til þeirra á árinu yfir 500 millj.
kr. Fram í júní var unnið við tvíbreið göng í Tungudal fyrir
°fan Isafjörð. Lengdust þau göng á því tímabili úr 476 m í
um 1.500 m. í júní hófst vinna við gröft í Botnsdal og var
unnið þar fram í október, en þá voru göngin þar orðin 904
ut. Hófst nú vinna að nýju í Tungudal og í árslok voru
göngin þar orðin 1.801 m. Loks voru gerð 25 m göng frá
Breiðadal og steyptur forskáli í Tungudal.
Ýmsar framkvœmdir
Reykjavík. Lokið var við smíð 518 íbúða á árinu (árið
áður 527). Hafin var smíð 278 íbúða (443), 1.051 íbúðir
v°ru í smíðum í árslok (1.243 í árslok 1991). - Mest var sem
fyrr unnið við byggingar í Grafarvogi og þá einkum í
Rimahverfi.
Vesturbœr. Haldið var áfram byggingu stúdentabústaða í
Skildinganeshólum. - Flugstjórnarmiðstöð er í smíðum á
Reykjavíkurflugvelli. - Áfram var haldið miklum holræsa-
framkvæmdum við Ægisíðu. Þar var dælistöð í byggingu. -
Unnið var að nýbyggingu fyrir Landakotsskóla. - Hinn 14.
apríl var Ráðhúsið við Tjörnina vígt við hátíðlega athöfn
°g síðan haldinn fyrsti fundur borgarstjórnar. Húsið er
'5.455 fermetrar og kostaði rúmlega 3.200 milljónir króna.
urn 40.000 gestir komu til þess að skoða húsið um pásk-
ana. - j aprfi var tekið utan af húsi Bókmenntafélagsins í
Lækjargötu. Við það breyttist mjög götumynd Lækjargötu.
Austurbœr. Bílageymsluhúsið Traðarkot við Hverfisgötu
(161)
L