Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Qupperneq 176
dalsins yfir árið var 57,68. Ný gengisvog var tekin í notkun
3. janúar og er ECU 76% af henni, dalurinn 18% og jenið
3%.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum var sem
hér segir í nóvember 1992 (innan sviga eru tölur frá nóv.
1991): Franskbrauð sneitt, kg 224,87 kr. (226.66),
súpukjötskíló 508,34 kr. (500,70), ýsukíló 263,00 kr.
(262,20), nýmjólkurlítri í pakka 67,80 kr. (67,80), smjörkíló
550,00 kr. (550,00), eplakíló 112,87 kr. (171,12), kartöflukíló
104,11 kr. (89,03), strásykurskíló 61,08 kr. (64,43), kaffikíló
435,16 kr. (441,37), appelsíndós (33 cl) 70,00 kr. (63,43),
brennivínsflaska 1.750,00 kr. (1.700,00), vindlingapakki
229,00 kr. (225,00), herraskyrta 3.990,00 kr. (3.331,00),
kvensokkabuxur 529,00 kr. (428,00), benzínlítri (92 okt.)
56,80 kr. (59,40), afnotagjöld sjónvarps á ári 20.244,00 kr.
(20.244,00), bíómiði 483,33 kr. (450,00), fullorðinsmiði á ís-
landsmótið í knattspyrnu 700,00 kr. (600,00), síðdegisblað í
lausasölu 115,00 kr. (115,00), sundmiði 110,00 kr. (100,00).
Vinnumarkaður
Atvinnuleysi á árinu taldist vera 3,0% af áætluðum
mannafla (1,5% árið 1991). Þetta svarar til þess, að 3.865
menn hafi verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali allt árið
(1.901 árið áður). Atvinnuleysið var þannig tvöfalt meira
en árið áður. Flestir voru atvinnulausir í desember, 6.087
að meðaltali. Af þeim voru 2.836 konur og 3.251 karl.
Samningar á vinnumarkaði voru lausir um áramót og
höfðu reyndar verið það í nokkra mánuði. Alþýðusam-
bandið, BSRB og Kennarasambandið höfðu samflot í
kjaraviðræðum, en þær báru engan árangur fram á vor.
Það var loks 26. apríl, sem samningamenn samþykktu
miðlunartillögu frá sáttasemjara með fyrirvara um sam-
þykki félagsmanna. Hún gekk út á 1,7% launahækkun frá
1. maí, greiðslu orlofsuppbótar og desemberuppbótar.
Samningurinn skyldi gilda til 1. marz 1993.
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt í 97
(174)