Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Síða 178
broti. Hæstiréttur féllst ekki á þetta, en meirihluti réttarins
dæmdi BHMR-mönnum 4,5% launahækkun á tímabilinu
september 1990 til febrúar 1991 vegna þess, að ekki hefði
verið farið eftir svonefndri jafnræðisreglu. Sjö dómarar
dæmdu í þessu máli og mynduðu fimm þeirra meirihlut-
ann. Pað voru Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason,
Hrafn Bragason, Freyr Ofeigsson og Stefán Már Stefáns-
son. I minnihlutanum voru Þór Vilhjálmsson og Sveinn
Snorrrason.
Sjúkraliðar áttu í launadeilu í byrjun desember. Þeir sátu
á fundum í tvo daga og mættu ekki til vinnu.
Um haustið var mikið um uppsagnir starfsmanna í ýms-
um greinum, t.d. var 112 starfsmönnum hjá íslenzkum að-
alverktökum sagt upp í október. Innan járniðnaðarins var
mikið kvartað undan því, að vinna væri flutt úr landi. Til
þess að hamla gegn þessu kyrrsettu nokkrir járniðnaðar-
menn undir forystu Arnar Friðrikssonar strandferðaskipið
Búrfell (áður Heklu) á Fáskrúðsfirði. Skipið átti að fara til
viðgerðar í Póllandi, en því var nú snúið til Reykjavíkur og
gert við það þar. Þessi atburður varð 17. október.
A aðalfundi Vinnuveitendasambandsins í maí var Magn-
ús Gunnarsson kosinn formaður í stað Einars Odds Kristj-
ánssonar. Fráfarandi varaformaður, Gunnar Birgisson, gaf
kost á sér, en hlaut ekki fylgi. I sama mánuði tók Björn
Snæbjörnsson við formennsku í verkalýðsfélaginu Einingu
við Eyjafjörð í stað Sævars Frímannssonar, sem verið hefur
formaður í 6 ár. A þingi Sjómannasambandsins í október
var Óskar Vigfússon endurkjörinn formaður með 39 at-
kvæðum. Konráð Alfreðsson fékk 15.
37. þing Alþýðusambands íslands var haldið á Akureyri
dagana 23. til 28. nóvember. Ljóst var fyrir þingið, að As-
mundur Stefánsson gæfi ekki kost á sér til frekari setu a
forsetastóli, en hann hafði verið forseti sambandsins fra
1980. Fyrir þingið var helzt talað um Grétar Þorsteinsson,
formann Trésmiðafélags Reykjavíkur, Guðmund Þ. Jóns-
son, formann Iðju í Reykjavík og Örn Friðriksson varafor-
seta sem arftaka Ásmundar. Enginn þessara manna varð
(176)