Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 184
stakar ráðstafanir til þess að koma farþegum heim frá Kan-
aríeyjum. - 12. júní hætti umsvifamikil ferðaskrifstofa,
Flugferðir-Sólarflug, skyndilega starfsemi sinni. Þá áttu yfir
2.000 manns bókað far með henni og 300-400 manns voru
staddir erlendis á hennar vegum. Óánægja kom upp með
endurgreiðslur á fargjöldum.
Grúsískur íslandsvinur. Grúsíumaðurinn Grigol Mat-
sjavariani kom til íslands í byrjun desember í boði forsætis-
ráðherra. Hann er mæltur á íslenzka tungu og hefur numið
málið heima í Grúsíu án tilsagnar.
Hagkaup-Bónus. í byrjun ágúst barst sú óvænta frétt út,
að Hagkaup hefðu keypt helming hlutafjár í Bónusverzlun-
unum. Neytendasamtökin töldu þetta slæmar fréttir. Velta
Hagkaupa var talin hafa verið um 11 milljarðar á árinu og
markaðshlutdeild um 30% á höfuðborgarsvæðinu.
Heilbrigðismál. 24. janúar var ákveðið að segja upp öll-
um starfsmönnum Landakotsspítala, 640 manns. Breyting
var gerð á starfsemi spítalans og var meirihluti starfsmanna
ráðinn aftur. - Segulómunartæki voru tekin í notkun á
röntgendeild Landspítalans í júní. Þau voru gjöf þjóðarinn-
ar til spítalans á 60 ára afmæli hans. - Fyrsta barnið, sem
fæðist eftir glasafrjóvgun hér á landi, fæddist 31. júlí. Þetta
var stúlka, sem vó 14 merkur. - 254 hjartaaðgerðir voru
gerðar á Landspítalanum á árinu, 58 aðgerðum fleiri en ár-
ið áður. - Á árinu greindust 11 HIV tilfelli. Fjöldi smitaðra
Islendinga er þá 80.
Heimsóknir erlendra listamanna. Fjöldi erlendra lista-
manna kom fram á listahátíð í Reykjavík í júní. Meðal
þeirra voru flautuleikarinn James Galway, píanóleikarinn
Shura Cherkassky, söngkonan Grace Bumbry og jasssöng-
konan Nina Simone. - Bókmenntahátíð var í Reykjavík í
september. Þar voru rithöfundarnir Hans Magnus Enzens-
berger, Ann-Cath Vestley og Erik Fosnes Hansen.
Heimssöngvarinn í Hallgrímskirkju. Hinn 21. desember
söng Kristján Jóhannsson í Hallgrímskirkju á tónleikum til
styrktar Barnaheillum. Hann hafði þá ekki sungið á íslandi
í fjölda ára.
(182)