Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 185
Hugbúnaður á heimsmarkað. Fyrirtækið Softís þróaði
hugbúnað, sem auðveldar tölvuforritun. Vonast er til, að
þessi íslenzki hugbúnaður, Louis, komist inn á alþjóðlegan
markað. Ungur maður, Mímir Reynisson, átti hugmyndina.
íslenzk utanríkisþjónusta. í desember kom út þriggja
binda verk um íslenzka utanríkisþjónustu. Höfundur ritsins
er Pétur J. Thorsteinsson sendiherra.
Kona í Rótarý. í byrjun janúar var Sigrúnu Helgadóttur
verkfræðingi veitt inntaka í Rótarýklúbb Akraness. Hún er
fyrsta konan á íslandi, sem fær inngöngu í Rótarýklúbb.
Konur í meirihluta. Á skólaárinu 1992-93 voru 42 konur
innritaðar í guðfræðideild HÍ en karlar 40. Af 15 nýnemum
voru 11 konur.
Kvikmyndir. Aldrei hafa svo margar langar íslenzkar
kvikmyndir verið frumsýndar sem á þessu ári. Ingaló, leik-
stjóri Ásdís Thoroddsen, var frumsýnd 8. febrúar, Vegg-
fóður, leikstjóri Júlíus Kemp, 6. ágúst, SVo á jörðu sem á
himni, leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir, 29. ágúst, Sódóma
Reykjavík, leikstjóri Óskar Jónasson, í ágúst og Karlakór-
inn Hekla, leikstjóri Guðný Halldórsdóttir, var frumsýnd
19. desember. 68.889 gestir sáu sýningar á íslenzku mynd-
unum. Bíógestir voru alls 1.304.487 á árinu.
Kvikmyndin Börn náttúrunnar var tilnefnd ásamt fjórum
öðrum myndum til Oscarsverðlauna sem bezta erlenda
kvikmyndin. Við verðlaunaafhendinguna í Hollywood 30.
marz kynnti bandaríski leikarinn Sylvester Stallone er-
lendu myndirnar. ítölsk kvikmynd hlaut verðlaunin sem
bezta erlenda kvikmyndin.
Listamannalaun o.fl. Davíðspennanum var úthlutað á
fæðingardegi Davíðs Stefánssonar, 21. janúar. Hann hlaut
Guðmundur L. Friðfinnsson fyrir bókina Pjóðlíf og þjóð-
hœttir. - í apríl var starfslaunum listamanna úthlutað í
fyrsta sinn. 496 listamenn sóttu um þau, en 182 fengu veit-
ingu. Starfslaun í 3 ár fengu þessir: Rithöfundarnir Einar
Kárason og Steinunn Sigurðardóttir, myndlistarmennirnir
Björg Porsteinsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn
G. Harðarson og Rúrí (Þuríður Fannberg), tónskáldin
(183)