Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 190
Hömlur við eignarhlut Sambandsins í Samskipum, Regin
og fleiri félögum.
Sameinaðir verktakar grœða enn. 20. janúar var tilkynnt,
að stjórn Sameinaðra verktaka hefði ákveðið að færa upp
hlutafé félagsins um 900 milljónir og síðan niður aftur með
því að greiða þessa upphæð út til hluthafa. Ákvörðunin
mæltist illa fyrir, en var talin lögmæt.
Skjól í Fríkirkjunni. Aðfaranótt 20. desember gerði hríð-
arveður í Reykjavík. Fjöldi manna var á skemmtunum í
bænum og komst ekki heim. Leituðu 600-700 manns skjóls
í Fríkirkjunni og var síðan ekið þaðan heim af lögreglu og
bj örgunarsveitum.
Stóreignafólk. 245 efnuðustu hjón á íslandi eiga um
6% allra eigna í landinu. Petta eru þau hjón, sem
samkvæmt skattskýrslum eiga eignir að upphæð yfir 50
milljónum króna. - í bókinni íslenzkir auðmenn, sem út
kom á árinu, er getum leitt að því, hverjir séu auðugastir
Islendinga. Eru þessir taldir ríkastir: Guðrún Bjarnadóttir,
fyrrum fegurðardrottning, Gunnar Björgvinsson flug-
vélakaupmaður og Herluf Clausen kaupsýslumaður.
130 íslendingar eru taldir eiga meira en 200 milljónir
hver.
Stúdentspróf í Hornbjargsvita. Olafur Jónsson, vitavörð-
ur í Hornbjargsvita, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum á Selfossi um vorið. Prófið tók hann að hluta í vitan-
um undir eftirliti varðskipsmanna.
Stœrsta orgelið. Hinn 11. september var í fyrsta sinn leik-
ið á hið nýja orgel Hallgrímskirkju í Reykjavík. Pað er
stærsta orgel landsins, 15 m hátt, 25 tonn að þyngd og hefur
5.275 pípur, sem eru frá 1 cm til 10 m á lengd.
Söngvakeppnin. I forkeppni Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 22. febrúar sigraði lag Grétars Örvarsson-
ar Nei eða já. Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ár-
mannsdóttir fluttu lagið. I keppninni sjálfri, sem haldin var
í Málmey 9. maí, varð íslenzka lagið í 7. sæti. Lagið Why
me eftir Irann Johnny Logan sigraði.
VBK lokað. I árslok lauk rekstri Verzlunar Björns
(188)