Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 192
Örnólfur Thorlacius:
Tíminn og hafið
Upphaf nútíma siglingafrœði
I Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs eru tilgreindar
fjórar þýðingar á enska orðinu chronometer - krónómeter,
mjög nákvæm klukka, skipsklukka, sjóúr.
Fyrsta þýðingin er augljóslega íslensk umskrifun á fræði-
orðinu. Næstu merkingu orðsins, mjög nákvæm klukka,
nota Svisslendingar sem einkunn á bestu úr frá landi
þeirra. Sjálfstæð stofnun heimilar þarlendum framleiðend-
um að merkja með því úr sem standast afar strangar gæða-
kröfur. Má þar nefna Rolex-úrin og vönduðustu gerðir af
Longines, Omega o.fl. heimsþekktum svissneskum merkj-
um.
Þriöja og fjórða þýðingin, skipsklukka og sjóúr, eru sam-
heiti. Nú er hægt að finna nákvæma hnattstöðu skips úti á
rúmsjó (eða vélsleða á Vatnajökli) með miðunartækni sem
ýmist styðst við miðunarstöðvar á jörðu niðri eða gervi-
tungl. Þessi tækni er samt aðeins nokkurra áratuga gömul-
Áður tóku sjómenn mið af sólarhæð og tíma.
Þá kom skipsklukkan eða sjóúrið að góðu gagni. Út frá
sólarhæð eða hæð einhverrar stjörnu má finna breidd stað-
arins, hve norðar- eða sunnarlega skipið er. En lengdin, til
austurs eða vesturs, er oftast fundin með því að komast að
hvenær sól eða tiltekin stjarna er hæst á lofti á þeim stað.
Þetta gefur til kynna staðartímann. Hann er svo borinn
saman við sjóúr sem sýnir annan tíma, venjulega heims-
tíma, meðaltíma í Greenwich, þ.e. hvenær sólin var þar i
hádegisstað. Þar sem jörðin snýst um 15 gráðm á klukku-
stund má af mismuninum ráða hve mörgum gráðum skipið
er austan eða vestan við núllbauginn, sem liggur gegnum
Greenwich, útborg Lundúna.
Sá galli var lengi á gjöf Njarðar að engin klukka gekk
rétt um borð í skipi. Flestar klukkur á landi voru pendúl-
klukkur, sem ekki þola að haggast. Þegar Magellan sigldi
(190)