Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 193
um heimsins höf snemma á 16. öld hafði hann ekki ná-
kvæmari tímamæli en stundaglas með sandi. Léttadrengir
skiptust á um að fylgjast með glasinu, telja hve oft það
tæmdist og snúa því jafnharðan.
Eftir því sem úthafssiglingar fóru vaxandi brann þessi
vandi meir á sæförum. Árið 1707 strandaði til dæmis floti
breskra herskipa á heimleið frá Gíbraltar við Scillyeyjar úti
fyrir Cornwall og fórust þar nærri 2000 menn.
Þessi harmleikur varð til þess að ríkisstjórn Önnu
drottningar hét árið 1714 verðlaunum hverjum þeim sem
fundið gæti aðferð til að ákvarða hnattstöðu skips. Launin
voru mishá eftir nákvæmni mælingarinnar, allt að 20.000
sterlingspundum, en þá mátti ekki heldur skeika nema 30
sjómílum eða hálfri gráðu í lengd að lokinni siglingu frá
Lundúnum til Vestur-Indía og heim aftur, sem þá tók um
sex vikur. Upphæðin mun samsvara um 800 þúsund pund-
um eða 80 milljón krónum á nútímagengi. Skyldu hálf
launin greidd þegar meirihluti dómnefndar féllist á að að-
ferðin væri nothæf og framkvæmanleg, hinn helmingurinn
þegar búið væri að reyna hana í verki. Auk þess mátti veita
starfsstyrki til að vinna úr efnilegum hugmyndum.
Lengdarnefndin (Board of Longitude), sem úthluta átti
verðlaununum, var ekki skipuð neinum aukvisum. í henni
sátu meðal annarra forseti neðrideildar þingsins, flota-
'Uálaráöherrann, forseti Konunglega vísindafélagsins og
Þrtr stærðfræðiprófessorar við háskólana í Cambridge og
Oxford.
Fljótlega eftir að Lengdarnefnd var skipuð hafnaði hún
tillögu þess efnis að frá skipum, sem leggja skyldi við akk-
Cl'i í röð þvert yfir Atlantshaf, yrði sæfarendum kunngert
með fallbyssuskotum og flugeldum þegar miðnætti væri í
Greenwich. Síðan var hlé á fundum í nefndinni í 23 ár, eða
Ll ársins 1737. Þá fékk hún til umfjöllunar klukku frá tré-
sniið sem snúið hafði sér að úrsmíði og hét John Harrison.
Hann fæddist í mars 1693 svo nú eru 300 ár frá fæðingu
hans.
Harrison lauk árið 1726 smíði tveggja pendúlklukkna