Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 196
réttilega að komið væri að landi þegar skipherrann taldi að
ósigldar væru 60 sjómflur.
Næsta ár lagði Harrison klukkuna fyrir Lengdarnefnd-
ina. Ekki fór hann fram á verðlaun að sinni en sótti í þess
stað um starfsstyrk til að fullkomna sjóúrið. Styrkurinn var
veittur og allmargir fleiri síðar.
Um 1740 lauk hann við endurbætta gerð, H2, sem var á
stærð við H1 og 102 pund (46 kg). Eftir það glímdi hann
nærri tvo áratugi við smíði þriðja sjóúrsins, H3, með nýjum
og illa hönnuðum gangráði sem hann leitaðist við að stilla
með flóknum aukabúnaði.
Smám saman rann upp fyrir Harrison að hann var á villi-
götum. Samhliða H3 fór hann að fást við nýja gerð, H4,
sem reyndist meistarasmíð og er kannski frægasta klukka
allra tíma. Hún var aðeins rúmir fimm þumlungar (13 cm)
að þvermáli og með legur úr eðalsteinum. Hugvitsamlegt
kerfi skilaði jöfnu afli hvort sem fjöðrin var fullundin eða
nærri útgengin og gangverkið gekk hratt, en það jók ná-
kvæmnina. Benda má á að kvarsklukkur nútímans ganga á
32.000 sveiflum á sekúndu.
Árið 1761 lagði Harrison H4 fyrir nefndina. Hann var þá
68 ára. Siglt var með úrið til Vestur-Indía það ár en eitt-
hvað brást í mælingunum svo árangur var óviss. Á siglingu
til Barbados og heim aftur 1764 breytti H4-úrið sér aðeins
um 39 sekúndur. Það var ekki nema þriðjungur þeirrar
skekkju sem nefndin leyfði. Hún féllst á að greiða hálf
verðlaunin en setti Harrison sífellt nýja skilmála og neitaði
honum um fullnaðargreiðslu þar til þeim væri fullnægt.
Hann átti að smíða fleiri sjóúr sömu gerðar, leggja fram
nákvæmar teikningar og vinnulýsingar svo komast mætti
að því hvort aðrir úrsmiðir gætu smíðað þau; prófa átti úr
hans frekar o.s.frv.
Lengdarnefnd gagnrýndi meðal annars hve dýr sjóúr
Harrisons væru. Aðferð hans til ákvörðunar á lengd væri
nothæf en tæplega framkvæmanleg, en samkvæmt erindis-
bréfi nefndarinnar átti hún að taka mið af þessu tvennu.
Hún fól kunnum úrsmiði í Lundúnum, Larcum Kendall, að
(194)