Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 199
hafði ótrú á staðarákvörðun á sjó með klukkum. í þess
stað lagði hann til að stuðst yrði við gang tunglsins.
Tunglið er það miklu nær jörðu en stjörnurnar að það
fer eftir því hvaðan af jörðu er horft, við hvaða hluta him-
inhvolfsins það ber. Arið 1731 kom fram hornamælir, sjó-
áttungurinn, en með honum var hægt að ákvarða allná-
kvæmlega breidd staðar út frá horninu milli tungls og til-
tekinnar stjörnu.
Pað stóð í fyrstu í vegi fyrir notkun þessa mælis að
hvorki voru til nægilega nákvæmar töflur um gang stjarna
né tungls, auk þess sem staðarákvörðunin kallaði á flókna
og tafsama útreikninga. Pýskur stjarnfræðingur, Tobias
Mayer, reiknaði nýjar töflur út frá fræðilegum forsendum
læriföður síns, Leonhards Eulers, sem var einn mesti
stærðfræðingur allra tíma. Töflur Mayers komu út í Gött-
ingen 1752 og næstu árin voru þær kynntar sem hjálpartæki
til staðarákvörðunar á sjó með sjóáttungi. Að tillögu
Lengdarnefndar árið 1765 veitti breska þingið ekkju og
börnum Mayers hluta verðlaunanna, 3000 pund, auk þess
sem Euler fékk 300 pund fyrir fræðilegt framlag sitt. Töflur
Mayers, í endurbættri útgáfu Maskelynes, komu út á latínu
og ensku í Lundúnum árið 1770.
Sonur Johns Harrisons, William, leitaði loks ásjár kon-
ungs árið 1772. Faðir hans var þá 79 ára. Georg konungur
III hét því að skerast í málið. Hann ákvað að prófa sjálfur
nýjasta sjóúr Harrisons, H5, og fylgdist með gangi þess í 10
vikur ásamt einkastjarnfræðingi sínum og Harrison. Úrið
gekk svo rétt að ekki skeikaði nema þriðjungi úr sekúndu
á sólarhring.
Árið eftir, 1773, fékk Harrison loks launin að fullu
greidd fyrir milligöngu konungs.
Landkönnuðurinn James Cook kafteinn tók við H4-úr-
inu sem Kendall smíðaði eftir lýsingu Harrisons. Hann not-
aði það í annarri sjóferð sinni um suðurhöf í júlí 1772 til
júlí 1775 og bar á það mikið lof. í leiðarbók hans er að
finna setningar eins og „vor tryggi vinur, úrið“ og „vegvís-
irinn sem aldrei bregst".
(197)