Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 200
John Harrison hlýddi á níræðisaldri á þetta hól. Hann
lést 24. mars 1776.
Lengdarnefnd bar því m.a. við að skipsklukkur Harri-
sons væru svo dýrar að þær yrðu seint raunhæf lausn á
vanda sjófarenda. Fljótlega komu á markað ódýrari sjóúr
sem voru jafnframt betri en fyrirmyndirnar. Samt var sjó-
áttungurinn um hríð algengt tæki til staðarákvörðunar til
sjós, enda ódýrari en nokkurt sjóúr en að vísu aldrei eins
nákvæmur.
Breskur stjarnfræðingur, George Biddell Airy, skil-
greindi á 19. öld einkunnakvarða fyrir nákvæmni klukkna,
og er einkunnin því lægri sem klukkan gengur jafnar.
Ódýrt kvarsúr, keypt 1983 á sex Bandaríkjadali, var mælt á
þessum kvarða og hlaut einkunnina 3,1. Á sama kvarða
fékk H4-úr Harrisons 124,4 og vandað sjóúr, Kullberg
8472, mældist 1913 með einkunnina 9,9.
HEIMILDIR:
The Dawn of Modern Navigation, The Economist, 325/7791, 26.12.
1992 - 8.1.1993.
Forbes, Eric G.: Who Discovered Longitude at Sea? Sky and Tele-
scope, jan. 1971.
R.W.S.: A $6 Watch Beats Harrison’s Chronometer. Sky and Tele-
scope, júní 1988.
(198)