Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MAGASÍN DV Andri ÞórTheodórsson, grafískur hönnuður, flúði öngþveitið í borginni Guðni Ólafur Guðnason ætlaði að búa á ísafirði í tvö ár en hefur nú verið fyrir vestan íníuár Andri ÞórTheodórsson „Ég hafði aldrei komið hingað áður að vetri til og náttúran er mjög faiieg hérna núnaog ég er sérstaklega hrifinn af norðurljósunum. Maðursá þau stundum íbænum en aidrei ísama mæli og hér.“ ■Æ Úfj® I fi Allt afslappaðra Forréttindi að búa á ísafirði jafnfailmn snjór og það er búiö að snjóa í allan dag. Vonandi helst snjórinn alla- vega yfir páskana svo fólk geti komiö og farið á skíði.“ á Egilsstööum „Ég flutti hingað því ég var orðinn leiður á stressinu í bænum," segir Andri Þór Theodórsson sem flutti frá Reykjavík til Egilsstaða fyrir þremur mánuðum. „Mig langaði að prófa að breyta aðeins til og víkka sjóndeildarhringinn á meðan ég er enn þá laus og liðugur og eins og er líkar mér mjög vel,“ segir Andri sem starfar sem grafískur hönnuður hjá Héraðsprenti. Andri er þó duglegur að kíkja í borgina enda á hann son í bænum. „Eg flýg suður aðra hverja helgi enda finnst mér of langt að keyra í átta tíma. Það er þó helvíti blóðugt að þurfa að borga 30 þús- und krónur í fluggjald og ég vildi að flugfélagið myndi gera einhvern díl við fólk í svona aðstöðu. En auðvitað stoppar verðið mig ekki í að hitta strákinn minn." Allt mögulegt á Egilsstöðum Andri segir allt miklu afslappaðra á Egilsstöðum og honum finnst alltaf gott að komast aftur austur eftir að hafa verið í borginni. „Maður er vanur svo miklu öngþveiti og umferð og finnur fyrir breytingunni þegar maður kemst aftur austur. Hér er hægt að gera flestallt sem mann langar til nema kannski að kíkja í bíó. Þá þarf að fara til Seyðsfjarðar." Andri segist einnig fara reglulega á kaffihús, í sund og í ræktina og í sumar ætlar hann að vera duglegur að fara í golf og í stutt ferðalög. „Ég hafði aldrei komið hingað áður að vetri til og náttúran er mjög falleg hérna núna og ég er sérstaklega hrif- inn af norðurljósunum. Maður sá þau stundum í bænum en aldrei í sama mæli og hér. Ég hef samt í rauninni aldrei verið sérstaklega hrifinn af vetr- inum yfirhöfuð en ætla að reyna að gera gott úr honum með því að stunda snjóbretú í auknum mæli enda em mörg góð skíðasvæði héma." indiana@dv.is „Upphaflega flutti ég hingað til að þjálfa körfuboltaliðið sem þá var nýkomið í úrvalsdeild," segir Guðni Ólafur Guðnason, umdæmisstjóri hjá Vís á ísafirði. „Maður synti á móti straumnum þegar allir voru á leiðinni suður," segir Guðni sem kom frá Reykjavfk. Upphaflega ætl- aði hann að dvelja í tvö ár fyrir vest- an en hefur ílengst og nú hefur hann búið á ísafirði síðan 1996. „Ég var mjög spenntur að flytja en samt með ákveðna fordóma. Mér fannst þetta ægilega langt í burtu og stað- setningin hrikaleg og þegar ég kom fyrst sendi ég bílinn með skipi en flaug sjálfur því ég gat ekki hugsað mér að keyra hingað að vetri til. Það var náttúrulega alveg fáránlegt en þetta er þessi Reykjavíkurhugsun." Stutt að sækja allt Eftir að samningur hans í körfu- boltanum rann út fékk Guðni Ólaf- ur boð um annað starf sem hann þáði. „Við erum með þrjá litla kúta og okkur finnst mjög gott að vera hér. Þetta er bara eins og að vera hvar annars staðar nema hvað það er mun auðveldara að stunda öll áhugamál hér en fyrir sunnan. Ég er eina mínútu að fara út á golfvöll, eina mínútu að komast á skíði og ég held að ég fari mun oftar í leik- hús hér en ég gerði í Reykjavík. Að mínu mati eru mikil forréttindi að fá að búa hér og ég er ekki á leið- inni til baka í bráð þótt maður viti „Við erum með þrjá litla kúta og okkur finnst mjög gott að vera hér. Þetta er bara eins og að vera hvar annars staðar nema hvað það er mun auðveldara að stunda öll áhugamál hér en fyr- ir sunnan. Ég er eina mínútu að fara út á golfvöll, eina mínútu að komast á skíði og ég held að ég fari mun oftar í leikhús hér en ég gerði í Reykjavík. Synirnir Guðni Páll, Kjartan Elf og Benedikt Hrafn I aldursröð. náttúrulega aldrei. Fjölmiðlar ein- blína oft einum of á snjóflóðahætt- una hérna en gleyma öllu hinu sem er hægt að gera hér." Guðni Ólafur segist fara reglulega á skíði enda sé skíðasvæðið mjög gott. í dag sé mikill snjór á ísafirði, sá mesti síð- an hann flutti vestur. „í morgun var 30 til 40 sm jafnfallinn snjór og það er búið að snjóa í allan dag. Von- andi helst snjórinn allavega yfir páskana svo fólk geti komið og far- ið á skíði." indiana@dv.is „Ég hafði aldrei komið hingað áður að vetri til og náttúran er mjög falleg hérna núna og ég er sér- staklega hrifinn af norðurljósunum. Maður sá þau stundum í bænum en aldrei í sama mæli og hér." r rl r r fí r rl r r ri la ác rj Kerti Ekki klikka á kertunum. I skammdeginu skapa kertin skemmtilega og rómantiska stemmningu. Ekki skemmir fyrir ef kertin eru með góðum ilmi. Þú getur nálgast fin kerti i næsta stórmarkaði. Seqence Ótrúlega skemmtilegt spil sem allt að sex manns geta spilað sam- an. Nauðsynlegt i sumar- bústaðinn. Hjá Magna fæst spilið á 2.750 krónur. Rauðvín Má alls ekki gleymast til að hafa með ostunum og steikinni. Muna bara að hafa nóg afþvi. Spil Hægt er að gera ýmis- legt skemmtilegt með spilastokk. T.d. spila fatapóker. Hjá Magna á Laugaveginum fæst ódýrasti spiiastokkurinn á 270 krónur. Ostabakki Nauðsynlegur í sumar- bústaðinn. Ekki gteyma vinberjunum, kexinu og mörgum tegundum af allskyns ostum. Teppi Ekki gleyma að taka með hlý og góö teppi til að kúra undir i bústaðnum. % r r rr r -rr fi fi Afþreying Margir geta ekki hugs- að sér heila helgi án sjónvarpsins. Mundu bara að taka nóg af krossgátubiöðum, timarit- um og bókum með i ferðalagið og þá er málið leyst. Útikerti Útikerti við heita pott- inn skapa ótrúlega skemmtilega stemmn- ingu. Sundföt Efþið farið mörg saman, klikkaðu þá ekki á sundfötunum. Efþið eruð hins vegar bara tvö saman er miklu skemmti- legra að gleyma þeim. Óvart. Skemmtilegir kok- teilar Takið hráefni með svo þið getið búið til skemmtilega kokteila. ís- kaldir kokteilar i heita pott- inn og heitir þegar upp úr er komið. Góður matur 77/ aðmuna eftir öllu skrifaðu þá matseðilinn niður og athugaðu hvort þú hafir nokkuð gleymt einhverju kryddi eða rjóma I sósuna. Sexý undirföt Á þessu atriði má ekki klikka! Helgar- ferð útúr bænum getur gert kraftaverk fyrir sambandið og þvi' nauðsynlegt að klikka ekki á svona atriðum. Hvort sem ferðinni er heitið í sum- arbústað eða á hótel má ekki klikka á smáatriðunum þegarfarið er út úr bænum. Þegar þið hafið barist í gegnum skafla til að komast á áfangastað erfátt meira pirrandi en að uppgötva að þið hafið gleymt nokkrum mikilvægum hlutum sem gera ferðina fullkomna. Fyrir börnin Ekki gleyma dóti handa börnunum. Þau sitja ekki og lesa alla helgina. Efþú vilt fá frið, taktu þá með þér nóg afleikföngum. Nuddolía Eftir langan göngutúr I frostinu er frábært að taka upp nuddoliuna og nudda hvort annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.