Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MAGASÍN DV Laufey Karitas Einarsdóttir er 22 ára og með tvær litlar dætur. Laufey Karitas er á öðru ári í viðskipta- fræði í Háskóla Islands en hún og kærastinn, Jónas Haukur, stefna á frekara nám í Bandaríkjunum í nánustu framtíð. % 'r r<í m 9S „Hún er alveg rosalega góð,“ segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eign- aðist sína aðra dóttur þann 17. októ- ber. Laufey á dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Stelpurnar heita báðar skemmtilegum öðruvísi nöfnum en þar sem Laufey er ætt- leidd frá Indónesíu fékk hún leyfi til að velja þessi nöfn. Námið gengur hægt en ör- ugglega „Sú eldri heitir Silvana Ósk en þegar ég kom til landsins var ég köll- uð Silvana á pappírum en þetta er indónesískt nafn. Sú yngri heitir svo Camilla Rún,“ segir Laufey sem er á öðru ári í viðskiptafræði í Háskóla ís- lands. „Námið gengur hægt en ör- ugglega enda eru þær svo góðar. Eftir að þær komu í heiminn varð ég að- eins að minnka við mig í náminu en ég stefni á að klára þetta sem fyrst. Sú eldri er allan daginn á leikskóla og svo skiptumst við á að vera heima en kærastinn minn, Jónas Haukur Ein- arsson, er að klára sálfræðina í há- skólanum." Varð ung móðir Laufey og Jónas Haukur byrjuðu saman fyrir sex árum. Laufey er að- eins 22 ára í dag og var því aðeins 15 ára þegar þau fóru að vera saman. „Já, ég varð mjög ung móðir enda komu stelpurnar báðar mjög óvænt í heiminn en það er bara gaman að því í dag. En þar sem ég er mjög ung, og sú fyrsta í vinahópnum til að stofna fjölskyldu, reyni ég að passa mig á því að missa ekki af öllu og er því dugleg við að fara út á kaffihús og annað með vinunum enda er ég mikil fé- lagsvera." Laufey segir að Silvana Ósk sé dá- h'tið afbrýðissöm út í litlu sysmr. „Hún er samt svo h'til að hún fattar þetta ekki alveg en sú htla fær að kenna á því allavega tvisvar á dag en svo er hún góð við hana inn á milli," segir Laufey. Frekari barneignir ekki á dag- skrá Laufey hefur starfað sem fyrirsæta í gegnum ú'ðina og sat meðal annars fyrir fyrir gallabuxnarisann Levis. „Ég hef mjög gaman af því að fá eitt og eitt verkefni og ég fékk ágætan pen- ing fyrir Levis-auglýsinguna. Ég vil samt ekki vera skráð á módelskrif- stofu því þær taka sín umboðslaun og þar sem þetta eru ekki há laun finnst mér best að sjá um þetta sjálf og lúngað til hef ég fengið ágætis aukapening út á þetta." Laufey segir að þriðja barnið sé ekki á dagskránni enda stefni hún nú á að klára námið. „Þegar ég byrjaði í skólanum gerðist aht á sama tíma. Ég eignaðist mitt fyrsta barn og við Jónas fluttum inn saman. Nú ætla ég Inns vegar að rumpa þessu af og svo setjum við stefnuna á Bandaríkin en Jónas ætlar að taka masterinn í sál- fræði og ég kannski master í við- skiptafræði og við bæði jafhvel kennararéttindin. Ég er alveg rosa- lega spennt fyrir að fara út en planið er að koma heim aftur eftir námið.“ Ánægð með íbúðina Laufey, Jónas og stelpurnar hafa komið sér vel fyrir í íbúð á Vestur- götunni. Þetta er önnur íbúðin sem þau kaupa þar sem þau urðu að stækka við sig eftir að yngri dóttirin kom í heiminn. „Ég er alveg rosalega ánægð með þessa íbúð og élska að búa svona nálægt miðbænum. íbúðin er mjög spes og svoh'tið gam- aldags og það er gaman að vita að það er ekki til eins íbúð því maður- inn sem við keyptum hana af inn- réttaði hana aJla sjálfur." Nú fer mestur tími hennar í að sjá um dæturnar og læra þess á milli. Þó segist hún passa sig á að kíkja reglu- lega út með vinunum. „Við erum ah- an daginn að læra. Þegar ég þarf að mæta í tíma kemur hann heim enda er hann að skrifa lokaritgerðina og ræður sér sjálfur. Við reynum að nota ú'mann á meðan sú eldri er í leikskólanum til að læra og þetta er bara eins og fuhur vinnudagur." indiana@dv.is Fjölskyldan Laufey Karitas, Jónas Haukur, Silvana Ósk og Camilla Rún. - , Ung móðir Laufey Karitas og Jónas Haukur hafa verið saman síðan Laufey var 15 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.