Jólagjöfin - 24.12.1923, Blaðsíða 30
2S
Júhgjöfin
fallið mjög vel við þig, það litla sem eg hefi þekt þig, og
siðan þú komst um daginn, hefi eg spurt mig fyrir um þig
og allir hafa verið sammála um það, að þú værir góður og
samviskusamur drengur. Eg er búinn að hugsa allmikið um
þetta, og skal nú segja þér hvernig eg held að best verði að
hafa það, ef þú ert ánægður með það sjálfur. Þú verður i
vetur í sama stað og þú hefir verið. En eftir nýárið byrjar
þú að læra hjá mér. Eg hefi talað við kaupmanninn, sem
þú ert ráðinn hjá, og hefir hann leyft, að þú mættir eiga
sjálfur tvo tíma á dag, og þá notar þú hér heima hjá mér
við lærdóm. í vor hefi eg hugsað mér, að þú færir norður
i land og yrðir þar í sumar hjá frænda mínum, sem þar er
bóndi, og ganga þar að allri vinnu eins og kraftar þínir leyfa.
Eg tel það betra fyrir þig, heldur en að vera hér i Reykja-
vík í sumar. Sveitavinnan er holl og gott fyrir drengi aö
venjast henni. Hún gerir þá hrausta og frjálsmannlega. Svc
kemur þú hingað í haust og þá byrjum við lærdóminn. Eg
mun útvega þér heimili yfir veturinn og leiðbeina þér með
námið. Og svo höldum við áfram næstu ár. Þú vinnur d
sumrin eins og þú getur, því eg álít það hollara og heilbrigð •
ara fyrir þig, að þú reynir að bjarga þér sem mest sjálfur.
Það eykur manni kjark og áræði og stvrkir sálarlíf manns-
ins. Svo dvelur þú hjá mér á vetrum, og skal eg reyna að
láta þig ekkert skorta af því, sem þú þarft að hafa. Á þennan
hátt vona eg að geta létt undir með þér og hjálpað þér til
að ná góðri mentun. En þó er auðvitað mest undir þér sjálf-
um komið, hvort þessi litla hjálp mín verður að gagni, og
hvort þú verður að nýtum manni í lífinu. En það er það sem
eg vona að þú veröir, og eg treysti þér til þess, að þú gerir
það sem þú getur, til þess að láta þá von mína rætast. Ekki
eingöngu mín vegna, heldur sjálfs þín vegna og svo fóstra
míns; því með þessu er cg að reyna að borga honum þakk-
arskuld þá, sem eg á honum að gjalda.
Hvernig líst.þér annars á þetta, drengur minn? Langar þig
til að menta þig, eða þykir þér gaman að bókum?“
Arnaldur litli hafði setið þegjandi á meðan Hálfdán tal-