Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 4
Himinninn gat ekki lengur komið þeim fyrir sjónir
eins og ótiltekin óskiljanleg víðátta fyllt
óáþreifanlegum öndum. Nú litu þeir á hann sem
framtíðar-heimkynni sitt þar sem þeirra elskaði
lausnari var að búa þeim híbýli. Bænin klæddist
nýjum áhuga, þar sem hún var samband við frelsara
þeirra. Með nýjum og gagntakandi tilfinningum og
óbilandi trausti á að bænir þeirra yrðu heyrðar
söfnuðust þeir saman í loftsalnum til að bera fram
beiðnir sínar og leggja hald á loforð frelsarans, sem
sagði: „Biðjið, og þér munuð öðlast, til þess að
fögnuður vðar verði fullkominn." Þeir báðu í Jesú
nafni. 8
Loforöinu skal haldiö fersku
Lærisveinarnir áttu ætíð að halda loforðinu um
endurkomu Krists fersku í huga sér. Þessi sami Jesús
sem þeir sáu fara til himins mundi koma aftur til þess
að taka til sín þá sem hér á jörðu gefa sig þjónustu
hans. Sama röddin sem hafði sagt við þá: „Sjá, ég er
með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar,“
mundi bjóða þá velkomna til sín í hinu himneska
ríki. 9
Nú er hann til hægri handar Guði, hann er á
himnum sem talsmaður okkar, sem meðalgöngumað-
ur okkar. Þegar við hugleiðum þetta á það ætíð að
vera okkur huggun og von. Hann hugsar til þeirra
sem verða fyrir freistingum í þessum heimi. Hann
hugsar um okkur einstaklingslega, og þekkir allar
þarfir okkar. Þegar þið verðið fyrir freistingu, þá segið
aðeins, hann ber umhyggju fyrir mér, hann er meðal-
göngumaður minn, hann elskar mig, hann hefur dáið
fyrir mig. Ég vil gefast honum að fullu og öllu. Við
hryggjum hjarta Krists þegar við erum döpur og
niðurbeygð yfir sjálfum okkur eins og við værum
okkar eigin frelsari. Nei, við verðum að fela sálir
okkar Guði sem trúum skapara. Hann hfir ávallt til
að biðja fvrir hinum þjáðu og þeim sem verða fyrir
freistingu.10
Af himni heyrist rödd Guðs kunngjöra daginn og
stundina, þegar Jesús kemur til þess að lýsa fyrir
sínum útvöldu hinum eilífa sáttmála. ... Israel Guðs
stendur og hlustar með upplyftum ásjónum. Andlit
þeirra eru upplýst af dýrð hans og geisla eins og
andlit Móse, þegar hann kom niður af Sínaí...
Brátt birtist í austri lítið, svart ský, á stærð við
hálfa mannshönd. Það er skýið, sem umkringir frels-
arann og virðist í fjarlægð vera hulið myrkri. Fólk
Guðs veit, að þetta er tákn manns-sonarins. í hátíð-
legri þögn starir það á það, er það nálgast jörðina og
lýsist og verður dýrlegra, uns það er orðið að stóru
hvítu skýi. Neðri hluti þess glóir eins og eyðandi
eldur, og yfir því hvelfist regnbogi sáttmálans. Jesús
kemur fram sem máttugur sigurvegari, ekki nú eins
og „maður sorgarinnar“ til að drekka hinn beiska
bikar smánar og eymdar, hann kemur sem sigurveg-
ari yfir himni og jörð til þess að dæma lifendur og
dauða.. Með himneskum lofsöng fylgja heilagir
englar honum, ótölulegur aragrúi. Himinninn virðist
þakinn ljómandi verum, „tíu þúsundir tíu þúsunda
og þúsundir þúsunda.“ Enginn mannlegur penni
getur lýst þeirri sjón, enginn dauðlegur mannshugur
getur gert sér dýrð hennar í hugarlund...
Þegar þetta lifandi ský kemur enn nær, greinir hvert
auga konung lífsins. Engin þyrnikóróna særir nú hið
heilaga höfuð, en dýrlegt djásn hvílir á enni hans.
Ásjóna hans er hádegissólinni bjartari. „Og á skikkju
sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: konungur
konunga ogDrottinn drottna.“ Op. 19,16.11
Hinir óguðlegu munu flýja úr návist hans, en
fylgjendur Krists munu fagna. Ættfaðirinn Job leit
fram til tíma endurkomu Krists og sagði: „Ég mun
líta hann mér til góðs; já, augu mín sjá hann, og það
eigi sem ókunnugan.“ Job 19, 27 (ensk
þýðing). Kristur hefur verið trúum fylgjendum sín-
um daglegur félagi og náinn vinur. Þeir hafa hfað í
nánu sambandi og stöðugu samfélagi við Guð. Yfir þá
hefur dýrð Drottins upprisið. í þeim hefur ljós
þekkingarinnar á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í
ásjónu Jesú Krists endurspeglast. Nú fagna þeir í
skærum geislum Ijóma og dýrðar konungsins í hátign
sinni. Þeir eru hæfir fyrir samfélag himinsins því þeir
hafa himininn í hjörtum sínum. 12
Hið endurleysta fólk Krists eru gimsteinar hans,
dýrmætur og sérstakur fjársjóður. „Þeir eru gimstein-
ar í höfuðdjásni" — „ríkdómur þeirrar dýrðar sem
hann erfir meðal hinna heilögu.“ í þeim „mun hann
sjá ávöxt hörmunganna er sál hans þoldi, og seðjast."
Kristur lítur á fólk sitt í hreinleika þeirra og full-
komnun sem launin fyrir allar þjáningar sínar, lítil-
lækkun og kærleika, og sem auðgun dýrðar sinnar —
Kristur, hinn mikli miðdepill sem öll dýrð geislar út
frá.13
Kristur gerir kröfu til þeirra forréttinda að hafa
söfnuð sinn hjá sér. „Ég vil, að það sem þú gafst mér,
— að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er.“ Að hafa
þá hjá sér er í samræmi við sáttmálaloforð og
samkomulag við föður hans. Með lotningu leggur
hann fram við náðarstólinn fullnaða endurlausn fyrir
fólk sitt. Bogi loforðsins umlykur staðgengil okkar og
öryggi þar sem hann úthellir kærleiksbæn sinni.
„Faðir, ég vil, að það sem þú gafst mér, — að einnig
þeir séu hjá mér þar sem ég er, til þess að þeir sjái
dýrð mína.“ Við munum sjá konunginn í fegurð hans
og söfnuðurinn mun verða dýrlegur gjörður.14
Sigurtáknin
Áður en farið er inn í borg Guðs veitir frelsarinn lýð
sínum tákn sigursins og skrýðir þá tignarmerkjum
hinnar konunglegu tignar sinnar. Hinum skínandi
fylkingum er skipað í ferhyrning með auðu svæði í
miðjunni um konung þeirra, en mynd hans rís
tígulega, hátt yfir helga menn og engla, og snýr hann
að þeim Ijómandi ásjónu fullri af góðvilja og kær-
leika. Frá gervöllum hinum ótölulega fjölda frelsaðra
er augum beint að honum, hvert auga sér dýrð hans,
hvers „ásjóna var svo illa farin, að hann var ekki
4