Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 5
manni líkur, og líkami hans ekki eins og annarra
mannsbarna." Með hægri hendi sinni setur Jesús
kórónu dýrðarinnar á höfuð sigurvegaranna. Hver
einstakur fær kórónu með sínu nafni (Op. 2, 17) og
áletruninni: „Helgaður Drottni.“...
Fyrir framan hinn endurleysta fjölda er borgin
helga. Jesús opnar hin perlum skreyttu hlið upp á
gátt og þjóðirnar, sem varðveitt hafa sannleikann,
ganga inn. Þar sjá þær paradís Guðs, heimili Adams,
meðan hann var saklaus. Þá heyrist þessi rödd segja,
fyllri en nokkur hljómur, sem á mannlegt eyra hefur
fallið, „Barátta yðar er á enda.“ „Komið, þér hinir
blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið, sem yður
var fyrirbúió frá grundvöllun heims.“ 15
Þegar hinir endurleystu eru boðnir velkomnir til
borgar Guðs, hljóma fagnaðar- og aðdáunaróp. Hinir
tveir Adamar munu nú mætast. Sonur Guðs stendur
með opinn faðminn til að taka á móti föður kynþátt-
ar okkar — þeirri veru, sem hann skapaði, sem
syndgaði gegn skapara sínum, svo að frelsarinn verð-
ur að bera á líkama sínum merki krossfestingarinnar.
Þegar Adam sér förin eftir naglana, fellur hann ekki í
faðm frelsarans, heldur kastar sér í auðmýkt við
fætur hans og hrópar: „Maklegt, maklegt er lambið,
sem slátrað var!“ Frelsarinn reisir hann blíðlega á
fætur og býður honum að litast aftur um í því
Edensheimkynni, sem hann hefur svo lengi verið
útlægur frá.
Eftir brottrekstur Adams úr Eden var ævi hans á
jörðinni óslitin sorgarganga. Hvert deyjandi lauf,
hvert fórnardýr, hver blettur á fagurri náttúrunni,
hver skuggi á hreinleika mannanna, var honum ný
áminning um synd hans. Hann leið skelfilegar sálar-
kvalir, er hann sá ranglætið grafa um sig, og varnað-
arorðum hans var svarað með þeirri ásökun, að hann
væri höfundur syndarinnar. Hátt í þúsund ár bar
hann með auðmýkt og þolinmæði kvölina fyrir mis-
gjörð sína. Hann iðraðist syndar sinnar af einlægni og
treysti á verðskuldan hins fyrirheitna frelsara, og
hann dó í von um upprisu. Sonur Guðs friðþægði fyrir
synd mannsins og fall og nú er Adam fyrir það
friðþægingarstarf aftur kominn í hið fyrra heimkynni
sitt.
Yfirkominn af fögnuði horfir hann á trén, sem einu
sinni voru honum gleðigjafi — þau sömu tré, sem
hann hafði lesið aldin af á dögum sakleysis síns og
hamingju. Hann sér vínviðinn, sem hann hefur nostr-
að við eigin höndum, blómin, sem hann hlúði að og
hafði yndi af. Hugur hans grípur fljótt umhverfið.
Hann skilur, að þetta er vissulega Eden endurgerður,
yndislegri nú en þegar hann var hrakinn þaðan.
Frelsarinn leiðir hann að lífsins tré, slítur af því hinn
dýrlega ávöxt og býður honum að eta. Hann lítur í
kring um sig og sér fjölda marga úr ætt sinni
endurleysta í paradís Guðs. Síðan varpar hann glitr-
andi kórónu sinni fyrir fætur Jesú, fellur að brjósti
hans og faðmar hann. Hann snertir gullhörpuna, og
hvelfingar himinsins enduróma sigursönginn: „Mak-
legt, maklegt, maklegt er lambið, sem slátrað var og
er aftur lifnað!“ Adamsætt tekur undir lofsönginn og
varpar kórónum sínum fyrir fætur frelsarans, er þeir
lúta honum í tilbeiðslu.16
Ég hefi fengið að líta dýrð himinsins, og vildi óska
þess að sérhver ykkar gæti fengið að sjá það sem ég
hefi séð, svo að þið gætuð haft rétt mat á hinum eilífa
dýrðarþunga sem verður laun hinna trúföstu. Við
þurfum nánari og persónulegri þekkingu á Kristi. Við
ættum að sitja við fætur hans og læra af honum
dýrmætar lexíur auðmýktar og hógværðar hjartans.
Því betur sem við kynnumst honum, því betur
munum við vilja þekkja hann. Er við virðum hann
fyrir okkur og dveljum við kærleika hans, munum við
sjá óviðjafnanlega fegurð lyndiseinkunnar hans.
Hann var fullkominn að öllu leyti, á sál, í anda, í
orðum og verkum... Við verðum að verða lík Kristi,
og gefa heiminum fordæmi sem er verðugt til eftir-
breytni. Þannig munum við heiðra Guð. Og Drottinn
segir, „ég heiðra þá sem mig heiðra." 17
Lengi höfum við beðið endurkomu frelsarans. Engu
að síður er loforðið öruggt. Brátt munum við vera í
okkar fyrirheitna heimili. Þar mun Jesús leiða okkur
að lifandi vötnum sem streyma frá hásæti Guðs, og
hann mun útskýra fyrir okkur hina myrku forsjón
sem hann fól okkur til þess að fullkomna lyndiseink-
unn okkar. Þar munum við sjá allt í kring hin fögru
tré paradísar, og í miðjunni lífsins tré. Þar mun
fegurð endurreistrar Edenar blasa við sjónum okkar
óskertum. Þar munum við varpa kórónunum, sem
frelsarinn hefur sett á höfuð okkar, fyrir fætur hans,
og við munum slá á hörpur okkar og svngja honum
sem á hásætinu situr lof og þakkir.18
Þá skilst það „að svo elskaði Guó heiminn, að hann
gaf son sinn eingetinn, til þess að hver. sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." 19
Til umrœðu
1) Hver eru aðaltáknin sem gefa til kynna að koma
Jesú sé í nánd?
2) Ræðið ástand hinna dauðu, eðli grafarinnar, og
endurkomu Jesú.
3) Skiljum við hvar þúsund árin í Op. 20 falla inn í
endurkomu Krists?
4) Ræðið Heb. 10, 35—37.
5) Hvert er eðli líkamsmyndar Krists á himnum?
6) Lítum við fram til þess að sjá Jesúm
eingöngu til þess að réttlæta trú okkar á kenn-
inguna um endurkomuna eða vegna þess að við
berum í brjósti einlæga þrá að sjá hann per-
sónulega?
7) Ræðið sum af þeim nöfnum sem notuð eru um
Krist: eldri bróðir, annar Adam, brúðgumi,
höfðingi frelsunar okkar, fyrirliði engla, hyrn-
ingarsteinn, lausnari, vinur, fyrirmynd. (Á bls.
458—467 í fyrsta bindi þriggja binda Atriða-
skrárinnar eru 18 dálkar með hinum ýmsu
nöfnum sem notuð eru um Krist í ritum Ellen
G. White.)
5