Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 8

Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 8
dagsins að eyða kröftum sínum í að svara þessum andstæðingum og verja sannleikann. Hversu gjörólík hefði ekki saga okkar orðið, hefði allur aðvent- hópurinn sameinast um boð Guðs og trúna á Jesúm! — sama, bls. 68. Verkinu hefði getað verið lokið. „Hefði fólk Guðs framkvæmt áform hans með að boða heiminum náðarboðskapinn, myndi Kristur þegar hafa komið til jarðarinnar og hinir heilögu myndu þegar hafa verið boðnir velkomnir í borg Guðs.“ — Testimonies, 6. bindi, bls. 450. Hér hefur Satan leikið á okkur. „Hefði sérhver varðmaður ... blásið skilmerkilega í lúður sinn, hefði heimurinn þegar getað hafa heyrt aðvör- unarboðskapinn. En verkið er mörgum árum á eftir áætlun. Á meðan menn sváfu lék Satan á okkur,“ — sama, 9. bindi, bls. 29 (1909). Guð er ekki ábyrgur fyrir seinkuninni „Það var ekki Guðs vilji að endurkomu Krists skyldi þannig verða seinkað. Það var ekki áform Guðs að fólk hans, ísrael, skyldi reika í fjörutíu ár í eyðimörkinni. Hann lofaði að fara með það beint til Kanaanlands, og koma þeim þar fyrir sem helguðu, heilbrigðu og hamingjusömu fólki. En þeir sem fyrst heyrðu boðskapinn fóru ekki inn „sakir vantrúar" (Heb. 3, 19). Hjörtu þeirra voru fyllt mögli, uppreisn og hatri svo að hann gat ekki uppfyllt sáttmála sinn við þau. „í fjörutíu ár hélt vantrú, mögl og uppreisn ísrael til forna frá Kanaanlandi. Sömu syndirnar hafa seinkað inngöngu nútíma Israels í hið himneska Kanaanland. I hvorugu tilfellinu er hægt að sakast við loforð Guðs. Það er vantrú, heimshyggja, skortur á helgun og deilur á meðal þeirra sem játast að vera fólk Drottins sem hefur haldið okkur í þessum heimi syndar og sorgar í svo mörg ár.“ — Selected Messag- es, 1. bók, bls. 68, 69, (sjá einnig Deiluna miklu bls. 473—475.). Við skulum ekki ásaka Guð vegna seinkunarinnar á endurkomu Krists. „Það getur verið að við þurfum að vera áfram í þessum heimi í mörg ár í viðbót vegna óhlýðni og mótþróa eins og ísraelsmenn; en Krists vegna ætti fólk hans ekki að bæta synd ofan á synd og saka Guð um afleiðingar þeirra eigin röngu at- hafna.“ — Evangelism, bls. 696. Endurkomunni hefur verið seinkað vegna þess er að manninum snýr — skorts á andlegum undirbún- ingi, rangra skoðana, ólokins verks. „Kristur bíður eftir því með brennandi þrá að sjá sína eigin mynd í söfnuði sínum. Þegar lyndiseinkunn Krists er fullkomlega endurspegluð í fólki hans, þá mun hann koma og eigna sér það. Það eru forréttindi sérhvers kristins manns, ekki bara að bíða eftir heldur að flýta fyrir komu Drottins okkar Jesú Krists. Hversu fljótt væri ekki búið að sá sæði fagnaðarerindisins í öllum heiminum ef allir sem játa nafn hans bæru ávöxt honum til dýrðar. Fljótlega yrði síðasta uppskeran fullþroskuð og Kristur myndi koma að safna inn sínu dýrmæta korni.“ — Christ‘s Object Lessons, bls. 69. Ættfeðurnir biðu eftir fyrstu komu Jesú í mörg ár og sennilega efuðust sumir þeirra um áreiðanleik fyrstu komu hans og loforða Guðs. Guð brást ekki sínum fyrsta söfnuði, hví skyldi hann þá bregðast sínum síðasta söfnuði? Það er engin ástæða fyrir okkur að ala á þeirri hugmynd að hann muni bregðast okkur. Munið, Jesús sagði, „Ég kem aftur.“ Hann svíkur aldrei loforð sín. Guð leggur heiðarleik sinn að veði í fullvissu sinni um endurkomuna. Áreiðanleiki end- urkomu Jesú er jafnöruggur og áreiðanleiki hásætis Guðs á himnum. Endurkoma hans er í nánd. „Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.“ (2. Pét. 3, 9.). Til umrœðu. 1) Hvaða röksemdafærslu sagði Pétur fyrir um að spottararnir myndu nota? (2. Pét. 3, 4—9.) 2) Hefur þú nokkurn tíma hitt slíka spottara á lífsleiðinni? 3) Hvað merkja hinir róstusömu tímar og styrjald- ir í okkar augum? 4) Hvert er höfuðinntak kenninga Nýja testa- mentisins? 5) Hver er grundvallarorsök seinkunar endurkomu Drottins? Hver á sökina? 6) Hvert er hlutverk okkar í að flýta fyrir komu Jesú? 7) Andi Spádómsins segir að bæði loforð og aðvar- anir Guðs séu háð skilyrðum. Hvað merkir það? 8) Er það blessun að endurkomunni var seinkað þar til eftir að við fæddumst? 8

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.