Bræðrabandið - 01.11.1977, Side 10

Bræðrabandið - 01.11.1977, Side 10
sem voru drukknir eða undir áhrifum eiturlyfja báru ábyrgð á stórum hluta hinna fimmtíu og fimm þúsunda dauðaslysa í umferðinni árið 1975. Á síðasta áratug hefur lögleg útbreiðsla kláms og skipulögð kynlífssala orðið að marg billjón dollara viðskiptum. Kœrðar nauðganir eru mörg hundruð prósentum hærri í Bandaríkjunum en í Bretlandi eða Japan. Ef við gerum ráð fyrir að núverandi vöxtur glæpa, alkóhólisma, eiturlyfjaneyslu og kynlífsverslunar haldi áfram til 1996, þá verður Ameríka orðið mesta drykkju-, eiturlyfja-, kynlífs-, og glæpaþjóðfélag á jörðu.“ Snúum okkur nú að ritningunni og lesum 2. Tímóteusarbréf 3, 1—5. „En vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma öróugar tíðir, því að mennirnir munu verða sérgóður, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, van- þakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, óhaldinorðir, rógberandi, bindindislausir, grimmir, ekki eiskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnað- arfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð, og hafa á sér yfirskyn guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Og snú þér burt frá slíkum." Þekktur heimsleiðtogi hefur varað við: „Mér virðist vera tvö aðal-ský sem hvíla yfir framtíð okkar og framtíð heimsins. Umfram allt þá er það þessi hræðilegi ótti við atómstyrjöld sem getur brotist út hvenær sem er. Ef við getum ekki losnað við þessa ægilegu og kæfandi hættu, þá er útlitið fyrir þessa plánetu og íbúa hennar — þarmeð talin okkar þjóð — í hæsta máta drungalegt. Augnabliks atómeyðing er þvingun sem í vægasta formi er skaðleg frelsi manns- ins. í versta falli gæti hún orðið lokakafli heimsmenn- ingarinnar eins og við þekkjum hana. Atómaflið þarf ekki að vera refsinorn mannkynsins en það er það núna — og engar breytingar eru innan sjónmáls.“ Biblían segir fyrir um að dag nokkurn muni Guð „eyða þeim sem jörðina eyða.“ (Op. 11,18). Tíu ár sem skóku heiminn í grein sem heitir „Tíu ár sem skóku heiminn“ eru höfundarnir að rifja upp það sem gerðist í heiminum á þeim tíu árum sem fylgdu eftir morði á John Kennedy, forseta, 22. nóvember, 1963. Þeir segja: „Sumir sagnfræðingar eru sammála um að e.t.v. hafa aldrei verið eins önnur tíu ár í sögu þjóðarinnar." Greinin bendir á vísindalegar framfarir eins og lend- ing Bandaríkjamanna á tunglinu, sambönd um gervi- hnetti, framfarir stórra tölva, stórstígar framfarir varðandi veðurspár og svo framfarir viðvíkjandi leis- ergeisla. Höfundarnir minnast á þá hvatningu sem þetta allt ætti að vera trúarstofnunum og þeir spyrja hvort þær séu hlutverki sínu vaxnar. Þeir tala um kynþáttavandamál, rauðsokkahreyfinguna, klám og áhyggjur fólks vegna hætta sem steðja að fjölskyld- unni. Þeir tala um ofbeldi, aukna glæpi, eyðileggjandi eiturlyf, nemendauppreisnir, morð og gefa þannig drungalega mynd af þjóðfélagi nútímans. Niðurstaða þeirra er: „Hinu venjubundna tímabili uppreinarand- ans er lokið. Við erum að komast inn í óvenjulegt umbreytingartímabil í mannkynssögunni. Heimurinn er á barmi ummyndunar sem er áhrifameiri sögulega og mannlega séð heldur en franska stjórnarbyltingin og sú bolsévíska. Lesum í sambandi við þessa skilgreiningu úr Vitn- isburðunum: „Við lifum á tíma endalokanna. Tákn tímanna sem uppfyllast óðfluga lýsa yfir að endur- koma Krists sé nálæg. Dagarnir sem við lifum á eru alvarlegir og mikilvægir. Andi Guðs er smám saman að hverfa af jörðunni. Plágur og dómar eru nú þegar byrjaðir að falla á þá sem vanvirða náð Guðs. Vopnaviðburðirnar á landi og sjó, óöryggið í þjóðfél- aginu, stríðshætturnar — allt er þetta fyrirboði ills. Þetta bendir allt á magnþrungna viðburði sem fram- undan eru.“ „öfl hins illa eru að sameinast og stykjast. Þau eru að efla sig fyrir hina síðustu voðaviðburði. Fljótlega munu miklar breytingar eiga sér stað í heiminum, og lokaatriðin munu gerast mjög ört.“ 9. bindi, bls. 11. Spámaðurinn talar um að miklar breytingar muni fljótlega eiga sér stað. Með því að bera saman spádóma við framkomna atburði getum við komist að einungis einni niðurstöðu og hún er að miðnætur- stundin er rétt framundan. Stjórnmála- og vísinda- menn eru í öngum sínum og viðurkenna getuleysi sitt við að leysa vandamál heimsins. Þetta er í samhljóm við það sem sagt er fyrir í 9. bindi, bls. 13: „Þeir eru ekki margir, jafnvel meðal mennta- og stjórnmála- manna, sem skilja orsakirnar fyrir núverandi ástandi þjóðfélagsins. Þeir sem halda um stjórntaumana eru ekki færir um að leysa vandamál siðleysisins, fátækt- arinnar, örbirgðarinnar og vaxandi glæpa. Þeir reyna árangurslaust að koma viðskiptalífinu í betra horf.“ Jafnvel þótt útlitið sé óglæsilegt þá getum við hughreyst okkur við orð Jesú: „En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftir upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.“ (Lúkas 21, 28). Skarpleg skilgreining Fyrir nokkrum árum komu saman um 70 manns frá 25 löndum til að íhuga framtíðalíf á þessari plánetu. Tekin voru fyrir fimm mismunandi svið vandamála: vaxandi iðnvæðing, mannfjölgun, fæðu- skortur, tæming óendurnýjanlegra auðlinda og spill- ing umhverfisins. Hvert fyrir sig gæti þýtt heimsó- gæfu ef ekkert yrði að gert. Fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant, sagði 1969: „Ég vil ekki láta það hljóma eins og ýkjur, en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aðgang að sem aðalrit- ari þá get ég ekki annað en ályktað að ríki Sameinuðu þjóðanna hafa e.t.v. tíu ár til að leysa hinar gömlu deilur sínar og koma af stað heimsvíðtækri samein- ingu til að draga úr vopnakapphlaupi, til að bæta umhverfi mannsins, til að leysa mannfjölgunar- vandamálið, og til að sameinast um uppbyggingu og vöxt. Ef slíkur félagsskapur er ekki myndaður innan áratugs óttast ég mjög að þau vandamál sem ég hef 10

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.