Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 11
minnst á muni vera orðin svo geigvænleg að við
ráðum ekki við þau.“
U Thant hefur rétt fyrir sér, tíminn er næstum
útrunninn.
Tákn innan safnaðarins
Nú sný ég mér að tákni sem ég sé innan safnaðar-
ins. Ellen White sagði: „I fjörutíu ár hélt vantrú,
nöldur og uppiæisn hinum forna Israel utan Kanaan-
lands. Sömu syndirnar hafa seinkað inngöngu nútíma
ísraels í hið himneska Kanaan. í hvorugt skiptið
hefur það verið fyrirheitum Guðs að kenna. Það er
vantrú, heimshyggja, helgunarskortur og deilur með-
al þeirra sem játast vera Guðs böm, sem hefur haldið
okkur í heimi syndar og sorgar í svo mörg ár.“ SM, 1.
bindi, bls. 69.
Þessi setning segir mér að með því að vera fylltir
vantrú og heimshyggju, sýna skort á helgun og deila
þá geti safnaðarmeðlimirnir sjálfir verið uppfylling
spádóma... Sýnum við í fari okkar anda heimshyggju
og helgunar skorts? Eru deilur og vandræði meðal
okkar sem safnaðarmeðlima? Trúum við því sem við
prédikum. Lifum við í tvöfeldni? Páll talar um að
„hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti
hennar“ (2. Tím. 3, 5). Gæti það verið að við þyrftum
að líta til okkar sjálfra og ganga úr skugga um að sem
safnaðarmeðlimir uppfyllum við ekki spádóm Ellenar
White hér að ofan, heldur spádóm Jóhannesar sem
sagði: „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu — þeir er
varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.“ (Op. 14,12.).
„Við lifum hið mikilvægasta skeið í veraldarsög-
unni. Örlög hinnar iðndi mannmergðar jarðarinnar
verða brátt ráðin. Framtíðarvelferð okkar sjálfra og
einnig freslun annarra manna veltur á því, hvaða
stefnu við tökum nú. Við þurfum að verða leidd af
anda sannleikans... Við ættum nú að leita djúprar
lifandi reynslu í þeim efnum, sem Guð varða. Ekki
má eitt augnalk fara til ónýtis. Allt í kring um okkur
eru atburðir að gerast sem hafa munu örlagaríkar
afleiðingar. Við erum á jörð sem álög Satans hvíla á.
Sofið ekki, varðmenn Guðs. Óvinurinn leynist í nánd,
viðbúinn á hverri stundu að ráðast á þig, ef árvekni
þín slaknar eða þig syfjar, til að ná þér á vald sitt.“
DM, bls. 628.
Hvernig er það með kristna reynslu þína? Hefur
klukka þín stansað vegna þess að þá varðst einhvern
tíma ánægður með líf þitt? Stöðvaðist hin andlega
klukka þín þegar þú skírðist? Eða hefur þér farið
fram dag frá degi í kristinni reynslu þinni? Við vitum
ekki hve mikill tími er eftir. „Fyrir því skuluð þér
vera viðbúnir, því að manns-sonurinn kemur á þeirri
stundu, sem þér eigi ætlið.“ (Mt. 24,44).
Til umræðu
1) Hví voru það ekki fleiri sem viðurkenndu og
tóku við Kristi sem Messíasi?
2) Hvað hefur þú séð gerast í heiminum á þínu
æviskeiði sem fær þig til að finnast að endur-
koman sé nálæg?
3) Hví hlustaði fólkið ekki á aðvaranir Nóa?
4) Hvað mun fólk vera að gera við jörðina þegar
Kristur kemur aftur? Samkvæmt Op. 11, 18. Er
verið að gera þetta nú, í bókstaflegum skilningi?
5) í ljósi tilvitnunarinnar í 9. b. Vitnisb., bls. 13, er
einhver von tii að ástandið batni?
6) Hver var ástæðan fyrir seinkun á inngöngu
Israels í fyrirheitna landið?
7) Hvað er það sem heldur okkur svo lengi í landi
syndar og sorgar? Sjá S.M., l.b., bls. 69. '
Þriðjudagur, 1. nóv.
TIL GA NG UR END URKOMUNNA R
Án endurkomunnar yrði áform Guðs ófull-
komið.
Guð minn er garðyrkjumaður, ekki fúskari sem
plantar einungis nokkrum kálfræjum, tómötum og
korni, heldur er hann garðyrkjumeistari sem „lét upp
vaxa af jörðunni alls konar tré, sem voru girnileg á að
lífa og góða að eta af“ (1. Mós. 2, 9). Ég á við
austurfrá í Eden, sem Drottinn plantaði (8. vers).
Sköpunar-garðyrkjumaðurinn gæti hafa haldið
garðinum handa sjálfum sér. Eða garðurinn hefði
getað verið hannaður til skemmtunar og slökunar
fyrir englana. En honum var ætlað annað hlutverk.
Guð skapaði heiminn til að stækka himininn. Hann
vildi stækka fjölskyldu skapaðra vitsmunavera. Okk-
ur er sagt í ritningunni að Guð sagði: „Vér viljum
gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss og þeir skulu
drottna yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir
öllum skriðkvikindum sem skríða á jörðunni.“ (1.
Mós. 1, 26).
Sköpun heimsins og Adams fór ekki fram í leyn-
um. „Allur himinninn hafði mikinn og ákafan
áhuga á sköpun heimsins og mannsins. Mannverurn-
ar voru ný og sérstök gerð. Þær voru skapaðar í mynd
Guðs og það var áform Guðs að þær skyldu uppfylla
jörðina.“ Ellen G. White, í Review and Herald, 11.
febr. 1902.
Hver var þá tilgangur Guðs með að skapa jörðina í
11