Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 12

Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 12
allri sinni fegurð og með að setja manninn og konuna í paradís? Við höfum þegar séð að Guð óskaði að stækka himininn. Það var hluti tilgangs hans. En tilgangurinn var víðtækari. Hann vildi að mannver- urnar yrðu hamingjusamar og ánægðar og hefðu kærleikslyndiseinkunn Guðs. „Með sköpuninni var það tilgangur Guðs að jörðin skyldi vera byggð af verum sem með tilveru sinni yrðu sjálfum sér og hverjum öðrum blessun og sem heiðruðu skapara sinn.“ Prophets and Kings, bls. 500. Það var ætlun Guðs og tilgangur að þessi fjölskylda skyldi vaxa og lifa saman í friði og kærleika. Inn í þessa fullkomnu tilveru réðist eitthvað sem við köllum synd. Syndin var ekki hluti af áformi eða tilgangi Guðs en hann sá hana fyrir. Og meðan syndin í dag rennur sitt ljóta skeið ringulreiðar, ofbeldis, örvæntingar og dauða þá megum við ekki gleyma hinum upphaflega tilgangi Guðs. Þegar fyll- ing tímans kom yfirgaf sonur Guðs, sem skapað hafði alla fegurð Edengarðsins, himininn og kom til heims sem hafði verið spilltur og næstum eyðilagður af synd. Hann kom til að gera endurreisnina mögulega. Vegna syndarinnar var maðurinn undir dauðadómi. Skapari og frelsari hans tilkynnti: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir.“ (Jóh. 10, 10) Hann lifði án syndar í 33 ár og dó síðan á krossinum á Golgata svo að maðurinn gæti frelsast frá afleiðing- um syndarinnar. Líf hans var fyllt tilgangi. „Oss ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið.“ (Jóh. 9, 4). Þegar Jesús lá í nýrri gröf Jósefs hefur lærisveinunum virst sem tilgangur Guðs hafi verið hindraður aftur. Nú yrði ekkert konungsríki. Leiðtogi þeirra var látinn. Það er erfitt að gera sér í hugarlund breytinguna í tilfinn- ingalífi þeirra þegar þeir uppgötvuðu að hann hafði risið frá dauðum. Eftir að hann steig til himna fundu þeir sérstaka huggun í dásamlegum orðum friðar, fyrirheita og tilgangs sem hann hafði talað til þeirra áður en dauðinn hafði þaggað niður í honum. „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg híbýli. Væri ekki svo mundi ég þá hafa sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað kem ég aftur og mun taka yður til mín til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóh. 14, 1—3). An efa hafa þeir endurtekið þetta loforð oftsinnis meðal sín og alltaf fundið von og fögnuð í boðskap þess. En hve það hlýtur að hafa gagntekið hjörtu þeirra að vita að hann ætlaði að búa þeim stað. Það er augljóst að áform Guðs er eins og gylltur þráður í sögu okkar litla heims. Sköpun heimsins hafði sérstakan tilgang. Tilgangur var með fyrri komu Krists í heiminn. För hans til föðurins hafði tilgang. En hvað með endurkomuna? Hví átti Kristur að koma aftur? í sannleika sagt er tilgangurinn með endurkomunni margþættur. Við skulum athuga nokkra þeirra. Augljósasti tilgangurinn Augljósasti tilgangur endurkomunnar er að taka á móti og fara með heim alla þá sem hafa tekið við hjálpræðinu og boðinu um veru á himnum. Þeir hafa verið pílagrímar, útlendingar í landi óvinarins. Nú mun hann „leiða sinn landflótta söfnuð heim aftur!“ (DM, bls. 309). „Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans útvöldum frá áttunum fjórum, himinsendanna á milli.“ (Mt. 24, 31). Þessi samansöfnun hinna útvöldu er ein aðalástæðan fyrir endurkomu Krists. Hann kemur sem uppfylling fyrirheitis síns til hinna trúuðu allra tíma. Frá þeim degi, þegar hin fyrstu hjón stigu sín þungu spor úr Eden, hafa trúarinnar börn beðið komu hins fyrirheitna til að brjóta á bak aftur vald hins vonda og leiða þau aftur inn í hina týndu paradís. Heilagir menn fornaldar væntu komu messíasar í dýrð sinni til að uppfylla æðstu von þeirra.“ Sama. Enok, Job, Davíð, Jesaja, Habbakúk og margir aðrir helgir menn og spámenn Gamla testamentisins biðu komu hans. Lærisvein- arnir sem stóðu á Olíufjallinu og sáu brottför hans hlustuðu þegar endurkoma Krists var staðfest af englunum sem sögðu: „Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ (Post. 1, 11). Þannig kemur hann sem uppfylling fyrirheita sem gefin hafa verið, og líka sem lokauppfylling hins örugga spádómsorðs. Ein mikilvæg ástæða fyrir end- urkomunni er að endurreisa ríkið sem Satan tók með ofbeldi. Koma Krists mun marka byrjun lokaatriða endurreisnar ríkisins. Þetta sinn kemur hann ekki sem barn í jötu, heldur sem konungur alheimsins. Sjöundi engillinn í Op. 11 segir: „Heimsríkið er orðið ríki Drottins vors og hins smurða og hann mun ríkja um aldir alda“ (15. vers). Árþúsundum áður hafði hann plantað garð í Eden. Nú reisir hann nýtt garðríki sem kemur í stað þess sem Satan hrifsaði undir sig. Nú mun verða að fullu reist ríki dýrðar hans og „ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru, mun gefið verða heilögum lýð hins hæsta.“ (Dan. 7, 27). Enn annar tilgangur með endurkomunni er að skilja sundur hina réttlátu frá hinum óguðlegu. Þeir hafa vaxið saman eins og hveitið og illgresið en nú er uppskerudagurinn runninn upp. Jesús talaði einnig um þetta sem aðskilnað sauðanna frá höfrunum. „En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allri engl- arnir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum, og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn skilur sauðina frá höfrun- um og hann mun skipa sauðunum sér til hægri handar og höfrunum sér til vinstri handar.“ (Mt. 25, 31—33). Hinum óguðlegu er eytt. Þeir munu verða reistir við og lifa um stutta stund við endi þúsunda- áraríkisins. Þá munu þeir hljóta lokadóminn. Synd og syndurum mun verða gjöreytt og óvirðing synd- 12

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.