Bræðrabandið - 01.11.1977, Blaðsíða 14
að þau megi uppfyllast skjótt? „Kom þú Drottinn
Jesús.“ (Op. 22, 20).
Til umrœðu
1) Hver var tilgangur Guðs með sköpun jarðarinn-
ar og mannsins?
2) Hvaða útgönguleið hafði Guð ef maðurinn
skyldi syndga? Er mögulegt að það áform
mistakist?
3) Ræðið Jóh. 14, 1—3. Athugið sérstaklega að
Jesús fór til baka til föðursins til að undirbúa
stað. Hvað felur þessi undirbúningur í sér?
4) Hvaða sannanir finnum við í ritningunni um
hæfíleika Guðs til að burt nema mannverur.
5) Hvort er betra að vera, þegar Kristur kemur
aftur, — lifandi réttlátur eða dáinn réttlátur?
6) Getur þú útskýrt og lýst ódauðleika? Getur
hann horfið?
Miðvikudagur 2. nóvember
Afí BÚA SIG UNDIR
ENDURKOMUNA
Guð hefur séð til þess að allir geti frelsast, en
tíminn er að renna út.
„Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt
sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur
við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist,
heldur að allir komist til iðrunar." (2. Pét. 3, 9.).
Þessi texti er gífurlega áhrifaríkur. Hann er bæði
spádómur og loforð. Hann gefur slíka mynd af Guði
að hún fær manninn til þess að þrá hann af öllu
hjarta í fögnuði og með lofsöng og þakkargjörð. Guð
vill ekki að neinn glatist. Hann vill að allir komist til
iðrunar.
Hinn dýrlegi sannleikur er, að hann hefur séð til
þess að allir geti frelsast. Enginn þarf að glatast.
Friðþægingarfórn Krists greiddi lausnargjaldið fyrir
alla, bæði okkur og alla þá sem nokkurn tíma hafa
verið til og sem munu vera til, á þessari jörðu. Ef við
glötumst þá er það þrátt fyrir allt það sem Guð hefur
gert til þess að frelsa okkur. Það mun ekki vera vegna
þess að hann hafi ekki séð fyrir öllu sem með þurfti
til þess að gera frelsun okkar mögulega.
Hunduðum sinnum hefi ég heyrt guðhræddan
föður minn biðja, en ég minnist þess ekki í eitt skipti
að hann hafí ekki innifalið í bæn sinni þessa fögru
sameiningu tveggja ritningagreina sem einmitt beina
athyglinni að þessu þýðingarmikla atriði: „Við
þökkum þér, Drottin, að þú hefír eigi breytt við oss
eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir
misgjörðum vorum, heldur ert þú langlyndur við
okkur, þar eð þú vilt ekki að neinir glatist, heldur að
allir komist til iðrunar.“ Varanleg áhrif þessarar
þakkargjörðar til Guðs hefur verið mér lind
hughreystingar og hvatningar öll mín ár.
Við skulum rannsaka þriðja kaflann í síðara bréfí
Péturs og athuga hvað Guð er að reyna að segja við
okkur í dag til þess að hughreysta okkur í
persónulegum undirbúningi okkar undir
endurkomuna.
Það eru fjögur grundvallaratriði í þessum kafla. öll
snerta þau undirbúning okkar undir komu Drottins.
Hvert um sig byrjar á þessum hjartnæmu orðum
„þér elskaðir", og hefur að geyma alvöruþrungna
hvatningu frá hinum innblásna postula.
„Þér elskaðir... rifjið upp fyrir yður.“ Rifja hvað
upp? Svarið er að fínna í 1. og 2. versi: „Þér
elskaðir... rifjið upp fyrir yður orð þau, er hinir
heilögu spámenn hafa áður talað, og skipun Drottins
vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt.“ Hér er
postulinn að hvetja okkur til þess að vera sannir og
trúfastir nemendur Guðs orðs. „Orð þau, er hinir
heilögu spámenn hafa áður talað“ — það er Gamla
testamentið. „Skipun Drottins vors og frelsara, er
postular yðai' hafa flutt“ er Nýja testamentið.
Þeir hafa alltaf verið til sem reynt hafa að draga úr
þýðingu heilagrar ritningar. Bæði heimspeki og alls
konar önnur öfl hafa ráðist á Guðs orð. Sorglegt en
satt engu að síður er það að hatrömmustu árásirnar á
hina heilögu Biblíu hafa komið innan frá, frá hinni
svokölluðu kristnu kirkju. Efasemdir varðandi
innblástur, opinberun og sögulega nákvæmni
Biblíunnar svo og áreiðanleik upplýsinga hennar og
kenninga má fínna í mörgum þeim bókmenntum sem
í dag móta hugi karla og kvenna. En þetta er aðeins
hluti heildarmyndarinnar. Mikil gróska er í alls kyns
blekkingum og falskenningum um allan heim. Þetta
má sjá í öllum þáttum lífsins. Sá tími kemur, ef hann
er ekki þegar kominn, að við getum ekki örugglega
treyst skilningarvitum okkar, ekki heldur
tilfinningum né utan að komandi áhrifum og
hugboðum. Okkar eina öryggi verður í því að halda
fast við „Svo segir Drottinn“ jafnvel þótt ytri
sannanir virðist stríða gegn því.
Þetta er ástæðan fyrir því að postulinn talar af svo
mikilli alvöru um þörf okkar á að rifja upp fyrir
okkur orð hinna heilögu spámanna og postula
Drottins okkar og frelsai'a. Við verðum að fylla
14