Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 15
huga okkar með orði Guðs. Við verðum að sökkva
okkur niður í rannsókn á því. Ef við notuðum til
rannsóknar á orði Guðs aðeins hluta þess tíma sem
við nú eyðum í þýðingarminni áhugamál myndum
við verða slíkir nemendur orðsins sem eitt sinn
einkenndi okkur sem fólk. Trú Guðs fólks verður
reynd til hins ítrasta vegna blekkingarþunga og
kraftaverka lýginnar af völdum dýrsins, drekans og
falsspámannsins. Aðeins íyrir kraft Heilags Anda er
hann festir orðið í hjörtum okkur getum við átt von á
að lifa af með trú okkar óskerta.
En það er önnur ástæða til þess að postulinn
hvetur okkur til þess að rifja upp orðin sem hinir
heiíögu spámenn og postular töluðu. Hana finnum
við í 3. og 4. versi: „Og þetta skuluð þér þá fyrst vita,
að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar
með spotti, er framganga eftir eigin girndum og segja:
Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að
frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og
frá upphafi veraldar."
Oft höfum við notað þessi vers á opinberum
samkomum til þess að sýna fram á að við lifum á
hinum síðustu dögum. Við skulum líta á þessa
spottara eins og þeim er lýst í 3.—7. versi.
I fyrsta lagi framganga þeir „eftir eigin girndum".
Það er líka hætta á að Guðs fólk hagi sér á holdsins
vísu. Biblían varar við „fýsn holdsins." Eru til hið
innra með okkur fýsnir holdsins sem stríða gegn
Andanum? Hrekur eftirlátsemi \áð fýsnir, lystisemdir
og ástríður burtu hugsanir um hinn dýrmæta
frelsara?
Það er líka til „fýsn augnanna." Við þurfum
sérstaklega að vera á verði gagnvart fýsn augnanna á
slíkum dögum sem þessum, er siðleysi og annað sem
illt er úr kvikmyndahúsunum kemur inn á heimili
okkar um sjónvarpið.
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi með blindum
safnaðarmeðlimi. Við gengum framhjá lóð sem búið
var að breyta í fallegan blómagarð. Litirnir voru svo
dýrlegir að mér varð á að hrópa upp yfir mig, „Eru
þeir ekki dásamlegir!" „Hvað er dásamlegt?“ spurði
safnaðarmeðlimurinn. Ég reyndi að lýsa fegurð
blómanna sem við gengum framhjá fyrir persónu sem
aldrei á ævinni hafði séð dagsins ljós. Ég komst fljótt
að raun um að þetta væri algerlega ómögulegt. Ég
fann til hryggðar er ég sagði, „Systir María, þú verður
að bíða þar til Jesús kemur. Þá muntu sjá þá fegurð
sem ég hefi verið að reyna að lýsa fyrir þér.“
Hún svaraði strax „Bróðir Dower, þú skalt ekki
vera leiður mín vegna. Þegar ég hugsa um allar
freistingarnar sem þú hefur en ég ekki vegna þess að
]>úgetur séð, finn ég til meðþér.“ Fýsn augnanna!
Ritningin bendir einnig á að „auðœfa-oflœti“ geti
verið vandamál hjá okkur. Er þá ekki auðvelt að sjá,
að ekki bara spottarar Péturs, heldur líka
safnaðarmeðlimir sem allt virðist vera í lagi með, geta
látið eftir fýsn holdsins, fýsn augnanna og
auðæfaoflæti.
í öðru lagi, þá vita þessir spottarar um
endurkomuna. Spurning þeirra er ekki, Mun vera
endurkoma? heldur, Hver er uppfylling þess loforðs?
Innan safnaðarins eru einstaklingar sem trúa því að
Jesús komi aftur, en hafa vænst þess svo lengi og
orðið svo oft fyrir vonbrigðum að þeir eru farnir að
efast um að endurkoman sé í nánd. Þess vegna fresta
þeir ýmsum ákvörðunum sem eru lífsnauðsynlegar
eigi þeir að vera viðbúnir komu frelsarans.
Þessir spottarar trúa líka á og bera lotningu fyrir
feðrunum. Athugið hvernig þetta kemur fram í 4.
versi. Má vera að þeir geti talað af mikilli þekkingu
um Abraham, ísak og Jakob og alla höfunda Gamla
testamentisins.
Þeir trúa á sköpun. En vegna þess að þeir sjá nótt
fylgja degi og vor koma eftir veturinn í stöðugri
hringrás, komast þeir að þeirri niðurstöðu að það sem
hefur verið muni alltaf halda áfram að vera. „Allt
stendur við það sama frá upphafi veraldar." Hví þá
að komast í geðshræringu út af boðskap um
endurkomuna?
Þessir spottarar eru viljandi fáfróðir um allmörg
mikilvæg atriði.
1) Frásögn ritningarinnar um sköpunina (5. vers).
2) Eyðingu heimsins með vatni (6. vers).
3) Eyðingu í eldi sem dóm Guðs (7. vers).
4) Allt að því takmarkalausa þolinmæði Drottins:
„En þeir himnar, sem nú eru, og jörðin geymast
eldinum fyrir hið sama orð, og varðveitast til þess
dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og
tortímast." (7. vers).
Þessir spottarar eru ekki bara fáfróðir um þessar
staðreyndir, heldur eru þeir viljandi fáfróðir. Ein
Biblíuþýðingin gefur til kynna að þeir viljandi hafni
þessu í huga sér.
Þess vegna aðvarar postulinn, „Þér
elskaðir... rifjið upp fyrir yður orð þau, er hinir
heilögu spámenn hafa áður talað.“ Það er innihald,
það er myndugleiki og það er tilgangur í þessum
orðum. Guðs orð og myndugleiki þess er okkar æðsti
áfrýjunarstaður, og ef við metum eilíft frelsi okkar
einhvers verðum við að setja trú okkar algjörlega á
það.
„Þér elskuðu, eitt má yður ekki gleymast
Næstu hvatningu postulans er að finna í 8. og 9.
versi: „En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér
elskuðu." Hvað má ekki gleymast?
1) Hvernig Guð telur tíma (8. vers).
2) Areiðanleiki loforðsins (9. vers).
3) Langlyndi Guðs (9. vers).
4) Að hann vilji ekki að neinn glatist (9. vers).
5) Ósk hans að allir komist til iðrunar (9. vers).
Þær hugsanir sem svo fagurlega eru framsettar í
þessum versum segja okkur af umhyggju kærleiksríks
föður fyrir frelsun okkar.
Jesús sagði eitt sinn að það væri hinn illi þjónn sem
segði í hjarta sínu, „Húsbónda mínum dvelst.“ Það er
15