Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 16
enginn vafi á því að komu Drottins hefur verið
frestað. En hver hefur verið ástæðan fyrir
seinkuninni? Það er þetta sem við ætlum að athuga
stuttlega og ákveða með Guðs náð að við verðum ekki
lengur gleymin eða fáfróð um þessa hluti:
„Hin langa drungalega nótt reynir á, en
morgninum er frestað í náð, því ef Meistarinn kæmi
myndu svo margir reynast óviðbúnir. Ástæðan fyrir
þessari miklu seinkun er sú að Guð er ófús að láta
fólk sitt glatast. ... Það var ekki Guðs vilji að
endurkomu Krists skyldi þannig verða seinkað..Það
var ekki áform Guðs að fólk hans, Israel, skyldi reika í
fjörutíu ár í eyðimörkinni. Hann lofaði að fara með
það beint til Kanaanlands, og kom þeim þar fyrir sem
helguðu, heilbrigðu og hamingjusömu fólki. En þeir
sem fyrst heyrðu boðskapinn fóru ekki inn „sakir
vantrúar." Hjörtu þeirra voru fyllt mögli, uppreisn og
hatri svo að hann gat ekki uppfyllt sáttmála sinn við
þau.
„í fjörutíu ár hélt vantrú, mögl og uppreisn ísrael
til forna frá Kanaanlandi. Sömu syndirnar hafa
seinkað inngöngu nútíma ísraels í hið himneska
Kanaanland. í hvorugu tilfellinu er hægt að sakast
við loforð Guðs. Það er vantrú, heimshyggja, skortur
á helgun og deilur á meðal þeirra sem játast að vera
fólk Drottins sem hefur haldið okkur í þessum heimi
syndar og sorgar í svo mörg ár.
„Það getur verið að við þurfum að vera áfram í
þessum heimi í mörg ár í viðbót vegna óhlýðni og
mótþróa eins og ísraelsmenn; en Krists vegna ætti
fólk hans ekki að bæta synd ofan á synd og saka Guð
um afleiðingar þeirra eigin röngu athafna.“ —
Evangelism, bls. 694—696.
Athygli okkar er dregin að mikilvægu atriði í
10.—13. versi. Þrátt fyrir það sem spottararnir segja,
er staðreyndin sú að, „dagur Drottins mun koma.“
Hann muna koma „sem þjófur, og þá munu
himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin
sundurleysast í brennandi hita, og jörðin og þau verk,
sem á henni eru, upp brenna.“
Ekkert er öruggara en þetta. Dagur Drottins mun
koma. Látum spottarana spotta og háðfuglana
hæðast, en það mun ekki breyta fullvissuninni sem
Drottinn hefur gefið fólki sínu. Eftir þessa ótvíræðu
yfirlýsingu um komu Drottins heldur postulinn
áfram, „Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber
yður þá að framganga í heilagri breytni og guðrækni,
þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs
dags, en vegna hans munu himnarnir sundurleysast í
eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. En vér
væntum eftir fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar
jarðar, þar sem réttlæti býr.“
Þriðja hvatning postulans til þeirra sem í alvöru
eru að búa sig undir komu frelsarans, er að finna í 14.
versinu: „Með því að þér nú þér elskuðu, væntið
slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir og
lýtalausir frammi fýrir honum í friði.“ Þetta er
ákaflega hár staðall. Maðurinn getur ekki náð slíkum
staðli sjálfur, hver svo sem staða hans er, ætterni eða
menntun. Það er engin leið til þess að við getum náð
slíkum staðli af sjálfum okkur.
En Guði sé lof, það er til leið. Hún er dásamlega
einföld og einfaldlega dásamleg, og við getum öll farið
hana. Er það að þakka „honum, sem megnar að
varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram
fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði." (Júdas 24).
Boðorðið er loforð
„Guðs háleiti staðall fyrir börn sín er hærri en
háleitasta hugsun manna nær. „Verið þér því
fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er
fullkominn.“ Þetta boð er loforð. Frelsunaráfromið
ráðgerir algjöra viðreisn undan valdi Satans. Kristur
skilur ætíð hina iðrandi sál frá synd. Hann kom til
þess að gera að engu verk djofulsins, og hann hefur
séð svo til að Heilagur Andi verði gefinn sérhverri
iðrandi sál, til þess að halda henni frá að syndga.“ —
The Desire of Ages, bls. 311.
Þetta er hið dásamlega starf Heilags Anda að koma
þessum kraftaverkum náðarinnar til leiðar í lífi
okkar. Heilagur Andi er okkur gefinn ekki aðeins til
þess að sannfæra um synd heldur einnig til þess að
veita okkur guðlegt eðli, svo að við höldum okkur frá
því að syndga. Hafi nokkurn tíma verið þörf á að
biðja Guð um úthellingu Heilags Anda til þess að
koma þessu til leiðar í lífi okkar þá er það vissulega
nú. „Þér elskaðir kappkostið.“
Síðasta atriðið sem postulinn leggur áherslu á er að
finna í 17. versinu. „Með því að þér vitið þetta
fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður.“ Hvað
eigum við að varast? Er hætta á ferðum? Svarið er að
finna í seinni hluta versins. „Að þér látið eigi dragast
með af villu þverbrotinna manna og fallið frá yðar
eigin staðfestu." Við lifum á tíma sáldunarinnar.
Margt af okkar kæra fólki finnur að aðdráttarafl
heimsins ásamt vandamálum lífsins og
syndsamlegum skemmtunum og lystisemdum er að
draga það frá kærleika til og hollustu við Drottin
sinn og meistara. Margir, allt of margir, eru að gefast
upp. Hjarta okkar stynur er við sjáum syni okkar og
dætur, bræður, systur, feður og mæður, trúsystkini
okkar, missa tak sitt á Guði og falla í það ástand sem
algjörlega gerir það óhæft til borgararéttinda í ríki
Guðs.
Hver er villa þessara þverbrotnu manna sem
postulinn er að tala um? Fyrst og fremst er þetta
villa lögleysisins sem er að reyna að ná athygli okkar
og leiða okkur frá innblásnum leiðbeiningum
Drottins. Þessir óguðlegu segja, „Guð meinar ekki
það sem hann segir.“ Eða, „Húsbónda mínum
dvelst.“ Eða, „Það er nógur tími. Hví að komast allur
í uppnám?“ Eða, „Guð er of góður til þess að eyða
hinum óguðlegu.“ Eða, „Það er ekki hægt að trúa á,
né treysta Biblíunni." Eða, „Biblían er ekki
áreiðanleg hvað snertir sagnfræði og vísindi."
Postular hins nýja siðgæðis og ,siðfræði
16