Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 22
huggun, og eilífa von. Hér er hvatning til safnaðar
Guðs, til meðlima safnaðar leifanna, um að gera
okkur fyrst og fremst ljóst andlegt ástand okkar fyrir
Guði. Síðan kemur kall til iðrunar, til hfandi,
kröftugs, guðrækilegs lífernis sem mun opinbera kraft
fyrir trú og traust á það sem við trúum á.
„Hér er skorað á okkur að láta líferni okkar
bergmála það sem varir okkar segja um endurkomu
Jesú. Hér er kall um að ytra snið og andlegt
sinnuleysi víki fyrir kristnum hlýleik og guðlegri
kostgæfni. Hér er áskorun um að ljúka verki Guðs nú,
og síðan að setjast til borðs með honum í ríki hans.“
— We Still Believe, bls. 196.
Ellen White lýsir því yfir að, „það verði að boða
Laódíkeuboðskapinn af alvörugefni og með krafti,
sem boðskap af himni.“ — Special Testimonies Series
B, no. 2, bls. 20.
Söfnuðurinn hefur ekki aðeins sérstakan boðskap
og hreinsandi boðskap, heldur líka persónulegan
boðbera til þess að vekja athygli á vanræktum
sannleiksatriðum Biblíunnar, og þannig hjálpa til við
undirbúning okkar undir komu Drottins. Þessi
boðberi Drottins hefur gefið leiðbeiningar sem munu
hjálpa hverjum okkar að vera viðbúin komu hans ef
við gefum þeim gaum.
Þeir okkar sem stefna að því að verða í guðsríki
munu öðlast mikla hjálp í bókum Anda Spádómsins
er þeir leita Guðs og í starfi sínu fyrir meðbræður
sína. Hver og einn getur hlotið blessun af að lesa og
lesa aftur bókina Vegurinn til Krists. Þessi bók er til í
sérstakri útgáfu fyrir ungt fólk undir nafninu Real
Happiness Is (Sönn hamingja er). Nú er einnig góður
tími til að lesa fimm bindi bókaflokksins Conflict of
the Ages (Átök aldanna) aftur: Patriarchs and
Prophets (Ættfeður og Spámenn), Prophets and
Kings (Spámenn og konunga), The Desire of Ages
(Þrá aldanna), The Acts nf the Apostles (Störf
postulanna), og Deiluna miklu. Messages to Young
People (Boðskapur til ungmenna), The Adventist
Home (Aðventheimilið) og Child Guidance
(Barnauppeldi) eru bækur sem allt ungt fólk,
æskulýðsleiðtogar og foreldrar þurfa að lesa.
Testimonies for the Church (Vitnisburðir handa
söfnuðinum), gefa sérhverjum meðlimi
safnaðarleifanna kost á leiðbeiningum varðandi bæði
persónuleg vandamál og rétta afstöðu til safnaðarins
og samfélagsins. (Á íslensku bókin Boðskapur til
safnaðarins. Síðara bindi er að koma út).
Orðin frá dögum Jósafats eru enn í fullu gildi á
okkar dögum og nægur vitnisburður er fyrir hendi til
að styðja það, „Treystið Drotni, Guði yðar, þá
munuð þér fá staðist, trúið spámönnum hans, þá
munuð þér giftudrjúgir verða.“ (2. Kron. 20, 20.).
Hvar sem einstaklingur, söfnuður, eða samtök hafa
farið eftir leiðbeiningum Anda Spádómsins hefur það
leitt til velgengni þess einstaklings, safnaðar eða
samtaka.
Hvítasunnukrafti er einnig lofað á hinum síðustu
dögum til að hjálpa fólki að búa sig undir
endurkomuna (Post. 1, 8; Deilan mikla, bls.
637—639). Alveg eins og komur Jesú eru tvær þannig
eru og tvær sérstakar úthellingar Heilags Anda til
handa söfnuðinum. Fyrsta úthelling Heilags Anda
kom eftir fyrstu komu Jesú. Hinn mikli kraftur
Heilags Anda hristi söfnuðinn og hinir fyrstu
lærisveinar vöktu „óeirðir um alla heimsbyggðina"
með kenningum sínum. (Post. 17,6.).
Önnur úthellingin Heilags Anda handa
söfnuðinum verður á undan endurkomu Jesú og fyUir
söfnuðinn krafti. Á bls. 638 í Deilunni miklu, eftir að
búið er að útskýra vorregnið og haustregnið, kemur
þessi athyglisverða málsgrein: „Hið mikla starf
fagnaðarerindisins tekur ekki enda, án þess að
máttur Guðs komi fram jafnvel enn skýrar en við
upphaf þess.“
Við ættum oft að lesa kaflann „Pentecost“
(Hvítasunnan) í bókinni Acts of the Apostles (Störf
postulanna). Hér eru nokkur orð frá bls. 37,
„Lærisveinarnir fundu til andlegrar þarfar sinnar og
hrópuðu til Drottins um heilaga smurningu sem
myndi gera þá hæfa til sálnavinnandi starfs... Þeir
gerðu sér grein fyrir því að það þyrfti að fara með
fagnaðarerindið til alls heimsins, og þeir gerðu kröfu
til þess kraftar sem Kristur hafði lofað.“
Betlehem og hvítasunnan voru sögulegir atburðir.
Og jafnvissulega og það að koma Jesú í Betlehem átti
sér stað og líka úthelling Heilags Anda á
hvítasunnunni, þannig mun verða haustregn áður en
konungur konunga og Drottinn Drottna kemur.
í viðbót við spurninguna, Hvernig fáum við
haustregnið? er lífsnauðsynleg spurning sem þarf að
svara, Hverjir munu fá það? Við skulum taka eftir
því hvernig lærisveinarnir í loftsalnum bjuggu sig
undir vorregnið. Rannsókn á postulasögunni og á
Anda Spádómsins leiðir í ljós sumar forsendur þess
að öðlast Heilagan Anda.
Við eigum að vera með einum huga; það þarf að
eiga sér stað alvörugefin bæn um Heilagan Anda;
sérhver safnaðarmeðlimur verður að vera algerlega
endurfæddur; vitnisburður okkar verður að vera laus
við eigingjarnar hvatir; við eigum ætíð að vera full af
lofgjörð og þakkargjörð; og á hverjum degi eigum við
að leggja vilja okkar í hendur Drottni.
Himinninn er heimili okkar
Það er takmark sérhvers kristins manns að vera
með Jesú á himnum. í náð sinni og kærleika hefur
Guð séð öllum fyrir heimili á himnum. Hinir heilögu
ganga inn, annaðhvort fyrir upprisu eða ummyndun.
Það kemur fram í Biblíunni að Móses sé tákn um þá
sem verða reistir frá dauðum, og Enok og Elía eru
tákn um þá sem ummyndastán þess að sjá dauðann.
Enok var ummyndaður vegna þess að, eins og
Ritningin segir, „hann hefði verið Guði
þóknanlegur." Hann hafði reyndar „gengið með
Guði“ í meira en 300 ár áður en hann var
22